Dauðaslys eru ekki náttúrulögmál Þórólfur Árnason skrifar 10. janúar 2019 08:00 Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórólfur Árnason Mest lesið Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þau merku tíðindi urðu um áramótin að tvö ár höfðu liðið án banaslyss á íslenskum skipum. Líklega er þetta í fyrsta skipti frá upphafi Íslandsbyggðar sem ekkert banaslys á sjó verður tvö ár í röð. Árin 2008, 2011 og 2014 liðu einnig án banaslysa á sjó. Á alþjóðavísu teljast fiskveiðar þó enn ein hættulegasta starfsgreinin í heiminum. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þessari ógn því langt fram eftir síðustu öld létu árlega tugir íslenskra sjómanna lífið í sjóslysum á Íslandi. Í því ljósi er árangurinn nú mikið fagnaðarefni og fyrir siglinga- og fiskveiðiþjóð eins og Íslendinga er hann jafnframt einstakur á heimsvísu.Já, en hvernig? Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.Samvinna margra Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó. Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.Sýn um engin banaslys í samgöngum Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við. Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun