Valdís Þóra í ágætri stöðu í keppni um sæti á áströlsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:34 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Golf Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira