Valdís Þóra í ágætri stöðu í keppni um sæti á áströlsku mótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2019 10:34 Valdís Þóra Jónsdóttir. Getty/Mark Runnacles Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína. Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Leyniskonan Valdís Þóra Jónsdóttir er í 10. sæti eftir tvo hringi á úrtökumóti fyrir áströlsku atvinnumótaröðina. Valdís Þóra hefur leikið tvo fyrstu hringina á mótinu á 145 höggum eða einu höggi yfir pari. Valdís lék annan hringinn á parinu í morgun og er í góðri stöðu. Hún deilir tíunda sætinu með þremur öðrum kylfingum sem koma frá Sviss, Mexíkó og Kína. Tuttugu efstu kylfingarnir tryggja sig inn á áströlsku atvinnumótaröðina og kylfingar í 16. til 21. sæti er tveimur höggum á eftir Valdísi Þóru eftir tvo fyrstu dagana. Peiying Tsai frá Tævan er efst á 8 höggum undir pari og Tamie Durdin frá Ástralíu hefur leikið á sex höggum undir pari. Fimm kylfingar hafa náð því að spila 36 fyrstu holurnar á undir pari. Valdís Þóra lítur bæði á þetta mót sem „upphitunarmót“ sem og að góður árangur gefur henni einnig aukna möguleika á að tryggja sig inn á Opna ástralska meistaramótið. „Ástæðan fyrir að ég spila í þessu móti er sú að þetta gefur mér fleiri möguleika á að komast inn í Opna Ástralska mótið á þessu ári sem og því næsta og einnig inn í Vic Open á næsta ári en ég er nú þegar komin inn í það mót á þessu ári. Einnig fannst mér gott að fá eitt svona „upphitunarmót“ hér í Ástralíu áður en hin mótin byrja og ná flugþreytunni alveg úr mér fyrir þau mót,“ skrifar Valdís Þóra á fésbókarsíðu sína.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira