Starfskostnaður presta árlega kringum 120 milljónir króna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. janúar 2019 08:00 Prestar fá allt að auka mánuð greiddan gegnum fastan rekstrarkostnað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Á árunum 2013-17 greiddi Þjóðkirkjan prestum tæplega 620 milljónir króna í rekstrarkostnað vegna prestsembætta. Langstærstan hluta þeirrar upphæðar, 317 milljónir króna rúmar, má rekja til bifreiðastyrks. Greiðslurnar bætast við laun presta sem ákvörðuð voru af kjararáði. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Þórs Guðmundssonar, skjalastjóra Biskupsstofu, við fyrirspurn Fréttablaðsins um starfskostnað presta. Í svari við fyrirspurninni þakkar Guðmundur sýndan áhuga á starfsemi Þjóðkirkjunnar og segist „hlakka til að sjá málefnalega umfjöllun blaðsins“ um efni fyrirspurnarinnar. Greiðslur rekstrarkostnaðar til presta eiga sér stoð í lögum um embættiskostnað og aukaverk þeirra frá 1936. Þar segir að þjónandi prestar og prófastar skuli fá greiddan rekstrarkostnað embætta sinna frá Biskupsstofu samkvæmt reglum sem kirkjuþing setur. Þær reglur voru settar árið 1999 en upphæðum reglugerðarinnar hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan þá. Við eina slíka breytingu var sagt að reglurnar sæktu lagastoð í hjúskaparlög. Í starfsreglunum er kveðið á um að skrifstofukostnaður prestsembætta sé á bilinu 252-294 þúsund krónur árlega en greiðslurnar eru misháar eftir fjölda íbúa í sókn. Þá greiðast að auki 154 þúsund krónur árlega í síma-, póst- og fatakostnað.Sjá einnig: Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Samkvæmt reglunum eiga prestar rétt á að fá greiddan árlegan aksturs- og ferðakostnað. Sú upphæð fer eftir landfræðilegri staðsetningu og víðfeðmi sóknar. Svo dæmi séu tekin fá sérþjónustu- og héraðsprestar til að mynda 250 þúsund krónur á ári í aksturskostnað og sóknarprestar á höfuðborgarsvæðinu, sem starfa einir með fleiri en eina sókn, fá 380 þúsund. Prestar erlendis fá síðan 600 þúsund krónur og prestar í víðfeðmum prestaköllum fá 850 þúsund. Talningin er fjarri því að vera tæmandi. Presti er heimilt að sækja um undanþágu frá föstum mánaðarlegum akstursgreiðslum og fá þess í stað akstur greiddan samkvæmt akstursdagbók. Þær greiðslur geta aldrei orðið hærri en hámarksgreiðslur þær sem fyrr var getið. Í svari Guðmundar Þórs segir enn fremur að honum sé ekki kunnugt um að nokkur prestur hafi afþakkað þær greiðslur sem á undan er getið. Þá er í gildi gjaldskrá fyrir aukaverk presta á borð við skírnir, fermingar, hjónavígslur og útfarir. Þar greiðast til að mynda rúmar 19 þúsund krónur fyrir fermingu og tæp 25 þúsund fyrir útfarir. Skírnir eru ókeypis sé þeirra beiðst við guðsþjónustu. Samkvæmt gjaldskrá þeirri geta prestar innheimt ferðakostnað samkvæmt almennu akstursgjaldi ríkisstarfsmanna vegna aksturs í tengslum við skírn eða hjónavígslu. Þak er sett á þann fjölda kílómetra sem unnt er að fá endurgreiddan. Akstursgjald ríkisstarfsmanna er sem stendur 110 krónur fyrir hvern ekinn kílómetra. Þetta bætist við laun presta og prófasta sem ákveðin voru af kjararáði. Þau eru á bilinu 768 þúsund til rúmrar milljónar eftir fjölda sóknarbarna og hvort um prest eða prófast er að ræða.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Prestafélagið mótmælir því að laun kirkjunnar manna skuli fryst Prestafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum um frystingu launa kirkjunnar manna sem kveðið er á um í bráðabirgðaákvæði í kjararáðsfrumvarpi. 13. desember 2018 10:37