Ég á mér draum um Matvælalandið Ísland Guðni Ágústsson skrifar 28. janúar 2019 07:00 Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðni Ágústsson Landbúnaður Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Sjá meira
Öllum mönnum finnst gott að eiga sér draum og draumum fylgja alltaf góð markmið. Við Íslendingar eigum saman alveg frábæra matvælaauðlind sem oft er nefnd Matvælalandið Ísland. Annars vegar er það hafið kringum landið, þar eigum við fiskinn sem er ein gjöfulasta matarkista heimsins í okkar eigu. Og hins vegar eigum við landið sjálft hreint og ómengað með einni dýrmætustu vatnsauðlind í heimi. Við eigum góða bændur sem byggja hinar dreifðu byggðir og reka búskap með búfjárstofnum sem af Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni er metinn og talinn einn sá heilbrigðasti í allri veröldinni. Allt er þetta metið út frá búfjársjúkdómum, sýklalyfjanotkun í dýrin og nú sýklalyfjagjöf í fóður sem er ný vá í Evrópu og Bandaríkjunum og veldur því að fólk fær lyfjaónæmar bakteríur í gegnum fæðuna. Hér er tekist á um hvort leyfa eigi innflutning á hráu kjöti en hingað til hefur það orðið að vera frosið sem læknar telja öryggisatriði út frá pestum o.fl. sem borist geta. ESB segir okkur skylduga út frá samningum að taka við hráu kjöti og hafna enn öllum rökum vísindamanna í læknisfræði.Stefnumótun með bændunum okkar Eru þetta ekki dálítil forréttindi að eiga matarborð sem býður upp á úrvalsvöru sem sker sig úr í allri veröldinni? Þarna á ég við allt kjöt framleitt hér hvort það er naut, svín, kjúklingur eða kalkúnn svo ekki sé talað um blessað lambið sem er gullinmura og gleymmérey, villibráð. Og enn fremur allt grænmeti frá móður jörð og úr gróðurhúsum landsins. Nú þegar umræða um sjúkdóma og lyfjaóþol skekur heimsbyggðina er þá ekki best að fagna þessari stöðu okkar og verja hana. Það hefur enginn, hvorki forsendur né rétt til þess að tala þessi varnaðarorð niður sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent frá sér og alls ekki Félag atvinnurekenda á Íslandi eða Verslunarráðið. Væri ekki rétt við þessar aðstæður að setja sér markmið um að framleiða sem mest af kjöti, mjólkurvörum og grænmeti í landinu okkar. Hollur er heimafenginn baggi auk þess sem hann sparar kolefnisspor. Hér á Íslandi stunda bændurnir okkar ábyrga matvælaframleiðslu. Víða um heim er pottur brotinn í þeim efnum þótt löndin séu misvel stödd, en það er alls ekki sama kjöt og kjöt, grænmeti og grænmeti. Hvernig væri að við sem þjóð settum okkur markmið t.d. til næstu tíu ára að bændurnir okkar anni innanlandsþörfinni á kjöti, mjólkurvörum og grænmeti? Ríkisstjórnin með Bændasamtökum yrði að leiða svona stefnumótun og aðgerðir þeim tengdar en sjálfsagt er að sem flestir komi að verkefninu svo sem Alþingi, Samtök atvinnulífsins, verkalýðshreyfingin, Félag atvinnurekenda, Samtök verslunar og þjónustu, Neytendasamtökin, Landlæknisembættið o.fl. Við eigum fátt í þessu landi sem við erum jafn stolt af og matvælunum frá sjó og landi nema væri fegurð landsins. Ísland og Noregur eru löndin sem uppfylla Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna þegar - til hamingju íslenskir neytendur.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun