Matvælalandið „Ýmis lönd“ Margrét Gísladóttir skrifar 28. janúar 2019 07:00 „Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Neytendur Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
„Neytendur eiga rétt á því, einnig á veitingastöðum, að fá að vita frá hvaða landi maturinn kemur og það án þess að þurfa að spyrja.“ Þetta segir Jari Leppä, landbúnaðarráðherra Finnlands, en í maímánuði munu nýjar reglur taka gildi í Finnlandi sem skikka alla þá sem selja kjöt í landinu til að upplýsa neytendur um uppruna kjötsins. Var ákveðið að fara þessa leið í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir ríkisstjórnina þar í landi þar sem 80% aðspurðra svöruðu því til að uppruni kjötsins skipti þá miklu máli og álíka hátt hlutfall vildi hafa vöruna merkta svo ekki þyrfti að spyrja um upprunann. Nýju reglurnar kveða á um að allir veitingastaðir þurfa að merkja með skýrum hætti hvaðan það kjöt og sá fiskur sem þeir bjóða upp á komi. Er sérstaklega tekið fram í reglunum að merkingarnar eigi að vera svo skýrar og aðgengilegar að fólk eigi ekki að þurfa að spyrja um upprunann. Um allnokkurt skeið hafa talsmenn íslenskra bænda bent á mikilvægi þess að upprunamerkingar séu skýrar og auðsjáanlegar og séu ekki einungis fyrir augum neytenda í verslunum heldur einnig í mötuneytum og á veitingastöðum. Samkvæmt könnun Gallup í ágúst 2016 skiptir uppruni landbúnaðarafurða íslenska neytendur síður minna máli en finnska en þá svöruðu 82,2% því að þeir veldu eingöngu, mun frekar eða frekar íslenskt kjöt en erlent þegar verslað er og 88,3% sögðu það skipta öllu, mjög miklu eða frekar miklu máli að upplýsingar um uppruna væru á umbúðunum.Ekki krafa um upprunamerkingar á veitingastöðum og mötuneytum á Íslandi Krafa er um upprunamerkingar matvæla í verslunum hér á landi og er það vel. Mér sem neytanda finnst það reyndar lágmarkskrafa. Þannig geta neytendur tekið upplýst val um hvaða vörur fara í innkaupakerruna og verður boðið upp á innan veggja heimilisins. Það hafa þó komið upp dæmi um merkingar eins og „Upprunaland: Ýmis lönd“ og afar illsjáanlega og jafnvel villandi framsetningu upplýsinga á hinum ýmsu vörum. Það er því ljóst að betur má ef duga skal. Þótt málin séu að þokast í rétta átt innan verslunarinnar þá gildir hið sama hins vegar ekki um veitingastaði og mötuneyti, þó svo ákveðnir veitingastaðir gangi fram með góðu fordæmi og hafi tekið slíkar merkingar upp af sjálfsdáðum. Án upplýsinga um uppruna höfum við lítið um það að segja hvað við látum ofan í okkur í þau skipti sem borðað er utan veggja heimilisins. Sjálfsagður réttur að vita hvaðan maturinn kemur Það er nánast sama við hvern er talað; stjórnmálafólk úr öllum flokkum, verslunarfólk, veitingafólk, neytendur, bændur, það eru allir sammála um að upprunamerkingar séu eðlileg krafa. Með aukinni vitund neytenda um kolefnisspor, lyfjanotkun í framleiðslu, dýravelferð og fleira höfum við sífellt breiðari grunn til að byggja val okkar á. Auðvitað skiptir það margan neytandann miklu máli hvort upprunaland sé Ísland eða „Ýmis lönd“. Því tel ég það einungis tímaspursmál hvenær við sjáum álíka reglur hér á landi og Finnar hafa nú sett sér. Neytendur eiga alltaf að hafa möguleikann á að taka upplýst val þegar matvæli eru keypt, óháð því hvar maturinn er keyptur.Höfundur er framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar