Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var einn dælubíll sendur á vettvang til að hreinsa upp olíu á veginum. Atvikið var tilkynnt sem árekstur til slökkviliðsins en á myndum frá vettvangi má sjá að bíll hafnaði út af veginum. Þá voru björgunarsveitarmenn einnig kallaðir út vegna óhappsins.
Fyrsta skíðahelgi ársins í Bláfjöllum er nú um helgina. Ljóst er að skíðaiðkendur hafa fjölmennt í brekkurnar þar sem af er degi en umsjónarmaður í Bláfjöllum tjáði fréttastofu í dag að hann hefði sjaldan séð viðlíka mannfjölda á svæðinu.
