Ráðist í stóra úttekt á myglu í Fossvogsskóla Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. janúar 2019 08:30 Myndin tengist fréttinni ekki beint. vísir/hanna Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira
Veikindi nokkurra barna í Fossvogsskóla í vetur eru af foreldrunum rakin til myglu í skólabyggingunni. Verkfræðistofan Mannvit sem tók sýni í haust sagði rakaskemmdir í húsnæðinu einhverjar en ekki miklar. Eftir að fimm ryksýni og eitt efnissýni voru tekin í Fossvogsskóla 20. og 21. september og niðurstöður rannsóknar lágu fyrir var ráðist í alþrif á húsnæðinu í desember samkvæmt ráðleggingum frá umhverfis- og skipulagssviði og skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar. Einn nemandi mun hafa verið mjög mikið frá vegna veikinda sem myglunni er kennt um og fleiri börn munu hafa fundið til verulegra óþæginda og verið slöpp. Blaðamaður náði ekki tali af Aðalbjörgu Ingadóttur, skólastjóra Fossvogsskóla, í gær en í tölvupósti hennar til foreldra fyrir viku er farið yfir stöðuna. Foreldri barns sem sýnt hafi einkenni sem rekja megi til lélegra loftgæða ásamt foreldri annars barns í skólanum gagnrýni túlkun Mannvits á greiningu Náttúrufræðistofnunar Íslands á sýnunum og sömuleiðis aðgerðirnar í kjölfarið. Telji þeir að í sýnunum sé að finna merki um að húsnæðið sé ekki laust við rakaskemmdir og myglu. „Foreldri barnsins telur að Mannvit mistúlki niðurstöður NÍ og að sýnin sem tekin voru gefi ekki raunsanna mynd af loftgæðum í húsnæðinu,“ segir í pósti skólastjórans sem boðar nýja úttekt í öllum skólanum. „Skólaráð er vel upplýst um alla málavöxtu og lítur málið alvarlegum augum,“ skrifar Aðalbjörg foreldrunum. „Skólaráð væntir þess að fá svör sem allra fyrst um að fyrirhugaðar mælingar á loftgæðum sem gera á á næstunni verði gerðar með ítarlegum hætti þannig að þær gefi raunsanna mynd af loftgæðum í skólahúsnæðinu svo að ekki leiki vafi á því hvort um rakaskemmdir eða myglu er að ræða.“ Fréttablaðið vildi í gær fá að mynda inni í Fossvogsskóla, meðal annars á kaffistofu kennara þar sem rakablettir eru í loftklæðningu. Ljósmyndari hitti þá fyrir Aðalbjörgu skólastjóra sem leyfði ekki myndatökur á meðan málið væri enn í skoðun. Nýtt vinnulag vegna rakaskemmda var kynnt í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur á þriðjudag. Bókaði áheyrnarfulltrúi framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva að þeir fögnuðu því að verklagsreglur vegna myglu verði að veruleika. Skort hafi á mat, eftirfylgni og framkvæmd hjá borginni í þessum efnum. „Í dag er húsnæði þriggja frístundamiðstöðva óhæft til notkunar vegna myglu og er óvissa um fjórðu frístundamiðstöðina. Fyrir liggja óskir framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva um að flýta fyrir að viðeigandi lausnir finnist á húsnæðisvanda frístundamiðstöðvanna, óskir þess efnis hafa því miður ekki komist í ferli þrátt fyrir ítrekaðar óskir,“ bókaði áheyrnarfulltrúinn. gar@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Fleiri fréttir Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Sjá meira