Svigið efst í forgangsröðuninni Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. janúar 2019 11:00 Hilmar Snær brosmildur á verðlaunapalli eftir að hafa unnið keppnina í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu á dögunum. Mynd/þórður Hjörleifsson Skíði Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings, náði á dögunum merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998. Frá Króatíu hélt Hilmar til Slóveníu og tók þátt í HM í alpagreinum þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi. Þar munaði aðeins 29 sekúndubrotum að Hilmar tæki bronsverðlaun í svigi, tæpu ári eftir að Hilmar Snær var eini fulltrúi Íslendinga á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í PyeongChang, þá aðeins sautján ára. Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, kom aftur til landsins á fimmtudaginn og var mættur á skólabekk strax daginn eftir. Hann stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og kunni þeim bestu þakkir fyrir skilning á stöðu hans. „Þeir sýndu því skilning þegar ég óskaði eftir fríi og hafa staðið með mér þótt það hafi oft verið erfitt að byrja að læra þegar ég var úti,“ sagði Hilmar léttur í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður sagðist hann horfa stoltur til baka. „Maður finnur fyrir ótrúlega miklu stolti og ég horfi ánægður til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferðinni í Króatíu, var svolítið ákveðnari þar þegar færi gafst á síðasta kafla brautarinnar,“ sagði Hilmar sem var að keppa við bestu aðstæður. „Aðstæðurnar voru frábærar á báðum stöðum og færið gott. Ekki hægt að fá það mikið betra, brautirnar góðar með smá klaka undir. Þjálfarinn minn, Þórður, var með skíðin mín vel brýnd og í toppstandi sem gaf mér tækifæri á að halda betur stjórn.“ Líkt og á Vetrarólympíuleikunum lenti Hilmar í 20. sæti í stórsvigi á HM í Slóveníu en aðspurður segist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í framtíðinni. „Ég er nokkuð sáttur með stórsvigið í Slóveníu, ég gat gert aðeins betur og náð 2-3 sætum ofar en ég lenti í vandræðum með lengd brautarinnar. Hún var talsvert lengri en ég hef átt að venjast,“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Svigið er efst í forgangsröðuninni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér betur. Það eru mun betri aðstæður til að æfa svig á Íslandi en stórsvig og því auðveldara að taka framförum hér á landi. Svo er það skemmtilegra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stórsvigið, það er öðruvísi tækni sem ég get notið góðs af og get vonandi tekið eitthvað úr því í svigið,“ sagði Hilmar sem vann í úthaldi og líkamlegum styrk í sumar. „Stærsti munurinn síðasta árið er hvað ég bætti mig í líkamlegum styrk og úthaldi. Það hjálpaði í þessum mótum eftir að hafa unnið í því síðasta sumar. Svo vorum við reynslunni ríkari eftir PyeongChang og gátum undirbúið okkur betur,“ sagði Hilmar sem sagði næstu skref óráðin. „Ég er ekki með nein langtímamarkmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálfara minn á næstunni og við ræðum næstu skref á ferlinum. Við eigum alveg eftir að ræða það en síðasta ár vekur bara eldmóð hjá manni að ná enn lengra.“ Aðrar íþróttir Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira
Skíði Skíðakappinn Hilmar Snær Örvarsson, sem keppir fyrir hönd Víkings, náði á dögunum merku afreki þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna til gullverðlauna í svigi á heimsbikarmóti IPC í Króatíu. Fram að því var eitt besta afrek Íslendings á heimsbikarmóti þegar Kristinn Björnsson lenti í öðru sæti á tveimur mótum árið 1997 og 1998. Frá Króatíu hélt Hilmar til Slóveníu og tók þátt í HM í alpagreinum þar sem hann lenti í 4. sæti í svigi og 20. sæti í stórsvigi. Þar munaði aðeins 29 sekúndubrotum að Hilmar tæki bronsverðlaun í svigi, tæpu ári eftir að Hilmar Snær var eini fulltrúi Íslendinga á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í PyeongChang, þá aðeins sautján ára. Hilmar Snær sem keppir í flokki aflimaðra, LW2, kom aftur til landsins á fimmtudaginn og var mættur á skólabekk strax daginn eftir. Hann stundar nám við Verzlunarskóla Íslands og kunni þeim bestu þakkir fyrir skilning á stöðu hans. „Þeir sýndu því skilning þegar ég óskaði eftir fríi og hafa staðið með mér þótt það hafi oft verið erfitt að byrja að læra þegar ég var úti,“ sagði Hilmar léttur í samtali við Fréttablaðið. Aðspurður sagðist hann horfa stoltur til baka. „Maður finnur fyrir ótrúlega miklu stolti og ég horfi ánægður til baka. Ég reyndi að ná upp meiri hraða í seinni ferðinni í Króatíu, var svolítið ákveðnari þar þegar færi gafst á síðasta kafla brautarinnar,“ sagði Hilmar sem var að keppa við bestu aðstæður. „Aðstæðurnar voru frábærar á báðum stöðum og færið gott. Ekki hægt að fá það mikið betra, brautirnar góðar með smá klaka undir. Þjálfarinn minn, Þórður, var með skíðin mín vel brýnd og í toppstandi sem gaf mér tækifæri á að halda betur stjórn.“ Líkt og á Vetrarólympíuleikunum lenti Hilmar í 20. sæti í stórsvigi á HM í Slóveníu en aðspurður segist hann leggja meiri áherslu á að keppa í svigi í framtíðinni. „Ég er nokkuð sáttur með stórsvigið í Slóveníu, ég gat gert aðeins betur og náð 2-3 sætum ofar en ég lenti í vandræðum með lengd brautarinnar. Hún var talsvert lengri en ég hef átt að venjast,“ sagði Hilmar og hélt áfram: „Svigið er efst í forgangsröðuninni hjá mér. Ég ræð betur við það og hef meiri áhuga á því til lengri tíma enda tel ég að það henti mér betur. Það eru mun betri aðstæður til að æfa svig á Íslandi en stórsvig og því auðveldara að taka framförum hér á landi. Svo er það skemmtilegra að mínu mati. Ég mun samt halda áfram að æfa stórsvigið, það er öðruvísi tækni sem ég get notið góðs af og get vonandi tekið eitthvað úr því í svigið,“ sagði Hilmar sem vann í úthaldi og líkamlegum styrk í sumar. „Stærsti munurinn síðasta árið er hvað ég bætti mig í líkamlegum styrk og úthaldi. Það hjálpaði í þessum mótum eftir að hafa unnið í því síðasta sumar. Svo vorum við reynslunni ríkari eftir PyeongChang og gátum undirbúið okkur betur,“ sagði Hilmar sem sagði næstu skref óráðin. „Ég er ekki með nein langtímamarkmið eins og er en mun hitta Þórð, þjálfara minn á næstunni og við ræðum næstu skref á ferlinum. Við eigum alveg eftir að ræða það en síðasta ár vekur bara eldmóð hjá manni að ná enn lengra.“
Aðrar íþróttir Skíðaíþróttir Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Sjá meira