Drottningin biðlar til Breta um að finna „sameiginlega leið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2019 10:35 Svo virðist sem Brexit hafi hreyft við Elísabetu II Englandsdrottningu. vísir/getty Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin. Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Elísabet II Englandsdrottning hefur biðlað til þjóðar sinnar um að virða ólík sjónarmið og að finna „sameiginlega leið.“ Stjórnmálaskýrendur segja hana vísa til umræðunnar um Brexit með ummælum sínum en drottningin lét þessi orð falla á 100 ára afmælisfögnuði félagasamtaka kvenna í Sandringham. „Að leggja áherslu á þolinmæði, vináttu, sterkt samfélag og að huga að þörfum annarra er eins mikilvægt í dag og það var þegar samtökin voru stofnuð fyrir öllum þessum árum. Að sjálfsögðu glímir hver kynslóð við sínar áskoranir og tækifæri. En á sama tíma og við leitum að svörum í nútímanum þá kýs ég þær leiðir sem hafa reynst vel, eins og að tala vel um aðra og að virða ólík sjónarmið; að sameinast um að finna sameiginlega leið og að missa aldrei sjónar á heildarmyndinni,“ sagði drottningin á afmælisfögnuðinum.Endurómur frá jólum Þessi orð hennar enduróma hátíðarávarp hennar til bresku þjóðarinnar um síðustu jól þar sem hún bað um að ágreiningurinn yrði lagður til hliðar. Þá, líkt og nú, voru stjórnmálaskýrendur á því að drottningin væri að vísa til Brexit en í síðustu viku hafnaði breska þingið útgöngusamningi sem ríkisstjórn Theresu May hafði náð við Evrópusambandið. Alls óljóst er því hvernig útgöngu Breta úr sambandinu verður háttað en stefnt er á að þingið greiði atkvæði um annan samning í næstu viku. Bretar eiga svo að ganga úr ESB þann 29. mars. Nicholas Witchell, fréttamaður BBC sem sérhæfir sig í fréttaflutningi af konungsfjölskyldunni, segir lítinn efa varðandi það að drottningin hafi verið að senda skilaboð. „Það er óhugsandi að þjóðhöfðingi myndi segja eitthvað í þessa átt án þess að það væri séð sem vísun í ástandið í stjórnmálum landsins,“ segir Witchell. Sem þjóðhöfðingi er drottningin hlutlaus þegar kemur að breskum stjórnmálum og tjáir sig vanalega ekki um umdeild málefni. Svo virðist sem að Brexit hafi þó hreyft við henni ef marka má orð hennar núna sem og um jólin.
Bretland Brexit Evrópusambandið Kóngafólk Tengdar fréttir Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05 May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38 Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Sjá meira
Þingforseti vekur aðdáun í Evrópu í miðju Brexit-ölduróti Eina röðin og reglan í breskum stjórnmálum um þessar mundir er sögð koma úr munni Johns Bercow, forseta þingsins, að mati evrópskra fjölmiðla. 17. janúar 2019 12:05
May leitar leiða til þess að losa um Brexit-hnútinn Theresa May, forsætisráðherra Breta, mun í dag kynna næstu skref varðandi Brexit eftir að breska þingið hafnaði útgöngusamningnum sem ríkisstjórn hennar og Evrópusambandið náðu samkomulagi um á síðasta ári. 21. janúar 2019 13:38
Besta leiðin til að koma í veg fyrir Brexit án samnings er að semja Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, kom fyrir fulltrúadeild Breska þingsins í dag og ræddi áform ríkisstjórnarinnar í Brexit málinu. 21. janúar 2019 19:33
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent