Trump opinn fyrir „innborgun“ fyrir landamæramúrinn Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2019 23:09 Um fjórðungur alríkisstofnana hefur verið lokaður í rúman mánuð. Ríkisstarfsmenn missa af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Vísir/EPA Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings felldi tvö frumvörp sem hefðu bundið enda á rúmlega mánaðarlanga lokun hluta alríkisstofnana í kvöld. Leiðtogar flokkanna ræða nú málamiðlun og Donald Trump forseti segist geta sætt sig við „innborgun“ fyrir landamæramúrinn sem er orsök þráteflisins. Tvö frumvörp lágu fyrir í öldungadeildinni í dag. Í öðru þeirra, sem repúblikanar lögðu fram, var kveðið á um tæpa sex milljarða dollara sem Trump hefur gert að skilyrði fyrir því að opna um fjórðungs alríkisstofnana sem hefur verið lokaður frá því fyrir jól. Í hinu, sem demókratar lögðu fram, fólst að rekstur stofnananna yrði fjármagnaður tímabundið fram í byrjun febrúar. Repúblikanar eru með meirihluta í öldungadeildinni, 53 sæti af hundrað. Atkvæði sextíu þingmanna þarf hins vegar til að samþykkja frumvörp sem þessi. Hvorugt frumvarpanna náði slíkum stuðningi í deildinni. Nokkrir þingmenn repúblikana greiddu atkvæði með frumvarpi demókrata sem hlaut þannig fleiri atkvæði en frumvarp repúblikana. Frumvarp demókrata féll þar sem 52 þingmenn greiddu atkvæði með því en 44 gegn. Frumvarp repúblikana féll 50-47. Frumvarpið sem demókratar lögðu fram í kvöld var nærri því það sama og öldungadeildin samþykkti samhljóða í desember áður en Trump hótaði að beita neitunarvaldi. Repúblikanar í deildinni hafa síðan staðið með Trump í deilunni um múrinn. Í frumvarpi repúblikana var auk framlagsins til múrsins að finna ákvæði um tímabundna vernd gegn brottvísun fyrir hóp innflytjenda sem kom ólöglega til Bandaríkjanna sem börn. Trump afnam áætlun um vernd þessa hóps árið 2017. Í því var einnig að finna tillögur frá Hvíta húsinu sem vitað var að væru óvinsælar hjá demókrötum. Frumvarpið hefði gert fólki erfiðara fyrir að sækja um hæli í Bandaríkjunum, að sögn New York Times.Undirbúa yfirlýsingu um neyðarástand Eftir atkvæðagreiðslurnar hittust Mitch McConnell, leiðtogi meirihluta repúblikana í öldungadeildinni, og Mitch McConnell, leiðtogi demókrata, til að ræða næstu skref. Að óbreyttu missa alríksstarfsmenn af annarri launagreiðslu ársins á morgun. Um átta hundruð þúsund þeirra hafa setið heima eða unnið launalaust frá 22. desember.Washington Post segir að nú sé til umræðu á milli flokkanna að samþykkja þriggja vikna tímabundna fjármögnun stofnananna til þess að hægt verði að opna þær og freista þess að ná samkomulagi um landamæramúr Trump í millitíðinni. Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld sem sagði að Trump samþykkti bráðabirgðaútgjaldafrumvarp aðeins ef í því væri „innborgun“ fyrir landamæramúrinn. Það hefur Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar þar sem demókratar ráða ríkjum, nú þegar útilokað. CNN-fréttastöðin fullyrti í kvöld að Hvíta húsið undirbyggi nú drög að yfirlýsingu um neyðarástand á suðurlandamærum Bandaríkjanna fyrir forsetann. Trump hefur ítrekað hótað því að lýsa yfir neyðarástandi til að reisa múrinn án samþykkis þingsins. Hann myndi ráðstafa sjö milljörðum dollara sem ætlaðir eru í önnur verkefni til framkvæmdanna.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15 Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Ólíklegt að sátt náist á Bandaríkjaþingi í kvöld 60 þingmenn þarf til að ná öðru hvoru frumvarpinu í gegn um deildina. Hvorugur flokkurinn hefur slíkan þingstyrk. 24. janúar 2019 19:15
Málamiðlun demókrata og repúblikana í útgjaldadeilu líklega andvana fædd Til stendur að greiða atkvæði um tvö frumvörp sem gætu skorið á hnútinn og opnað lokaðar alríkisstofnanir. Hvorugt þeirra er líklegt til að hljóta samþykki þingsins. 22. janúar 2019 22:49