Þriggja bíla árekstur varð á Miklubraut við gatnamótin hjá BSÍ á fjórða tímanum í dag. Allir voru komnir út úr bílunum um klukkan 15:30 og ekki urðu alvarleg slys á fólki, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Varðstjóri taldi aðspurður sennilegt að einhverjar umferðartafir hefðu orðið vegna árekstursins.
