Þegar Boston Celtics flutti næstum því félagið til Long Island Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 06:00 Larry Bird við hlið Michael Jordan í stjörnuleik NBA árið 1990. Vísir/Getty Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér. NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
Atvinnumannafélögin í Bandaríkjunum eiga það til að flytja búferlum og flakka jafnvel landshorna á milli. Ein besta næstum því sagan um slíka flutninga snýr að liði Boston Celtics eins ótrúlegt og það hljómar. Ef eitthvað félag á heima í einhverri borg í Bandaríkjunum þá eru það lið Celtics í Boston. En félagið var mögulega á leiðinni frá Boston á áttunda áratugnum þegar New York búinn Woody Erdman eignaðist félagið. Boston Celtics var þá búið að vinna ellefu meistaratitla á þrettán árum og var stórveldi í NBA-deildinni. Það var því talsverð fyrirstaða fyrir því að flytja félagið eins og er alltaf í slíkum málum. Engin borg vill missa sitt félag þótt margar hafi nú gert það á síðustu áratugum. Jim Baumbach skrifaði athyglisverða grein á Newsday-vefinn þegar hann skoðaði þá nánar hversu litluð munaði að Boston Celtics breyttist í Long Island Celtics.That time the @celtics almost moved to Long Island https://t.co/LBevvTVQbk via @jimbaumbachpic.twitter.com/9uOgexdaca — Newsday Sports (@NewsdaySports) January 23, 2019Árið var 1970 og Woody Erdman átti bæði körfuboltafélagið Boston Celtics og íshokkífélagið Oakland Seals. Hans draumur var að nýta sér nýja íþróttahöll á Long Island og flytja fyrrnefnd félög þangað. „Long Island er þéttbyggð eyja við austurströnd Bandaríkjanna sem nær frá New York-höfn austur út í Atlantshafið. Á eyjunni eru fjórar sýslur sem heyra undir New York-fylki: Kings, Queens (sem eru borgarhlutarnir Brooklyn og Queens í New York-borg), Nassau og Suffolk. Í daglegu tali nota margir New York-búar orðið „Long Island“ yfir sýslunum Nassau og Suffolk sem svipar frekar til úthverfa en borgarhluta,“ segir um Long Island á Wikipediu. „Ég er New York maður og það er fullkomlega eðlilegt að ég vilji að mín félög spili í New York. Ég vil að mín liði spili í okkar Coliseum,“ sagði Woody Erdman og er þar að tala um Nassau Coliseum sem þá var í byggingu. Jim Baumbach gróf upp greinar um málið frá þessum tíma og þar var meðal annars verið að bera mögulega flutning undir leikmenn Boston Celtics eins og Don Chaney. Don Chaney átti seinna eftir að þjálfa lið New York Knicks. „Það hljómar bara ekki rétt að breytast í Long Island Celtics,“ sagði Don Chaney. Það varð hins vegar ekker að því að Boston Celtics færi frá Boston. Liðið er þar ennþá og Woody Erdman átti það bara frá 1969 til 1971 en þá fór hann á hausinn og Boston Celtics fór aftur til fyrri eiganda. Nassau Coliseum opnaði 1972 og New York Nets spilaði þar frá 1972 til 1977. NBA G-deildarliðið Long Island Nets spilar þar í dag. Boston Celtics hélt áfram að vera í Boston og vann sex titla til viðbótar. Tíu árum síðar mætti Larry Bird á svæðið og breytti umhverfi NBA-deildarinnar með Magic Johnson og Lakers á níunda áratugnum. Það má finna meira um þetta mál í fróðlegri grein Jim Baumbach sem sjá má hér.
NBA Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira