Mannræningjarnir höfðu samband við fjölskylduna þann 16. janúar Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2019 13:28 Anne-Elisabeth Falkevik Hagen var rænt af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn. Mannræningjarnir hafa krafist yfir milljarðs íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Lögmaður fjölskyldu Anne-Elisabeth Hagen, konunnar sem rænt var af heimili sínu í Lørenskógi, segir að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna fyrr í þessum mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögmaðurinn boðaði til í Ósló í dag. „Miðvikudaginn 16. janúar fékk fjölskyldan skilaboð frá þeim sem segjast hafa rænt Anne-Elisabeth Hagen,“ sagði Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar á blaðamannafundinum í dag. „Við höfum farið vandlega yfir þessi skilaboð með lögreglu og ákváðum að nú væri rétti tíminn fyrir mig að koma fram í fjölmiðlum og greina frá því að skilaboðin bárust í gegnum sama stafræna vettvang og ræningjarnir hafa áður notað til að hafa samband. Skilaboðin voru hvorki sönnun þess efnis að Anne-Elisabeth sé á lífi né að sendandi hafi Anne-Elisbaeth í haldi í dag.“Svein Holden, lögmaður Hagen-fjölskyldunnar, á blaðamannafundi þann 9. janúar síðastliðinn.EPA/TORE MEEKHolden kveðst ekki munu tjá sig frekar um efni skilaboðanna eða hvaða skilaboðaforrit ræningjarnir notuðu til að setja sig í samband við fjölskylduna. Þó túlki fjölskyldan skilaboðin sem svo að Anne-Elisabeth sé á lífi og að henni verði komið heilu og höldnu í faðm fjölskyldunnar á ný. Aðspurður vildi Holden ekki svara því hvort Hagen-fjölskyldan sé tilbúin til þess að borga lausnargjaldið sem mannræningjarnir hafa krafist, sem jafngildir yfir milljarði íslenskra króna í órekjanlegri rafmynt. Þó hafi lausnargjaldið verið rætt innan fjölskyldunnar. Þá sé það afar mikilvægt fyrir fjölskylduna að fá það staðfest að Anne-Elisabeth sé á lífi áður en lengra er haldið í viðræðum við ræningjana. Anne-Elisabeth er ein ríkasta kona Noregs og gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Ekkert hefur spurst til hennar síðan 31. október síðastliðinn en gengið er út frá því að henni hafi verið rænt af heimili sínu. Í gær hófst leit við Langavatn, stöðuvatn um hundrað metrum frá húsi hjónanna í Lørenskógi, en lögregla leitar þar að vísbendingum í tengslum við hvarfið.Fréttin hefur verið uppfærð.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36 Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09 Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05 Mest lesið Davos-vaktin: Trump bakkar Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Trump bakkar Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Sá dularfulla menn með aðdráttarlinsu við vatnið sem nú er leitað í Íbúi í Lørenskógi og nágranni Anne-Elisabeth Falkevik Hagen, sem rænt var af heimili sínu þann 31. október síðastliðinn, segist hafa séð til tveggja grunsamlegra manna við stöðuvatn fyrir aftan húsið í haust. 23. janúar 2019 14:36
Telur glæpagengi af Balkanskaga bera ábyrgð á hvarfi Anne Elisabeth Ola Kaldager, fyrrverandi yfirmaður hjá norsku leyniþjónustunni, segir í samtali við norska ríkisútvarpið NRK að allt bendi til þess að fagmenn hafi rænt Anne Elisabeth. 21. janúar 2019 15:09
Nágranni lýsir dularfullum ferðum bíls daginn sem Anne-Elisabeth hvarf Síðast heyrðist frá Anne-Elisabeth klukkan 9:14 að morgni 31. október í fyrra. 16. janúar 2019 09:05
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent