Auka frelsi húseigenda í þremur borgarhverfum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. janúar 2019 06:15 Leyft verður að fjölga íbúðum með ýmsu móti, m.a. í Árbæ. Fréttablaðið/Anton Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Húseigendur í þremur hverfum Reykjavíkur til að byrja með eiga að fá stóraukið frelsi til að nýta eignir sínar til þéttingar byggðar samkvæmt tillögu að hverfaskipulagi fyrir Árbæ, Selás og Ártúnsholt sem tekin verður fyrir í í borgarráði í dag. „Hverfisskipulag er nýtt skipulagstæki sem einfaldar íbúum að gera breytingar á fasteignum sínum í eldri hverfum borgarinnar og opnar möguleika á verulegri fjölgun lítilla íbúða í grónum hverfum,“ segir um málið á heimasíðu Reykjavíkurborgar. „Í nýju hverfisskipulagi munu íbúar að uppfylltum skilyrðum til dæmis geta fengið heimild til að stækka húsnæðið sitt með viðbyggingum. Einnig geta margir fengið heimildir til að innrétta aukaíbúðir í húsum sínum með því að byggja við, skipta upp eldra rými eða breyta lítið notuðum bílskúr í litla íbúð,“ segir á reykjavik.is. Hið nýja fyrirkomulag er enn fremur sagt geta stuðlað að verulegri fjölgun íbúða í borginni. Samkvæmt áætlunum gæti íbúðum í fyrrnefndum þremur Árbæjarhverfum fjölgað um allt að 1.989 eftir þessa breytingu. Málið var áður samþykkt í skipulags- og samgönguráði 19. desember síðastliðinn. Fram kemur í auglýsingu á vef borgarinnar að það hafi verið gert samhljóma. „Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags,“ sagði meðal annars í bókun skipulagsráðs. Skipta má auknum heimildum í þrennt. Í fyrsta lagi er um að ræða viðbætur á lóð sem geta verið viðbyggingar, ofanábyggingar eða aukabyggingar. Síðan verður leyft að skipta stórum eignum upp í smærri einingar og búa til fleiri íbúðir þar sem aðstæður leyfa. Þá verður hægt að breyta atvinnuhúsnæði, bílskúrum eða geymslum í íbúðir. „Með nýju hverfisskipulagi munu margir íbúar fá heimildir til að reisa viðbyggingar, kvisti, svalir og garðskúra sem og leyfi til að fjölga íbúðum,“ segir í kynningarmyndbandi á vef borgarinnar. Þegar skipulagið hafi verið samþykkt megi sjá allt um það í nýrri hverfasjá. Þar verði hægt að sækja um leyfi til breytinga.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira