Cohen frestar vitnisburði og ber fyrir sig hótanir Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2019 19:35 Trump hefur ítrekað hvatt til þess að tengdafaðir Michael Cohen verði rannsakaður. Cohen er lykilvitni í málum sem varða forsetann. Vísir/EPA Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Vitnisburði Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Donalds Trump Bandaríkjaforseta, fyrir þingnefnd hefur verið frestað að ósk hans. Ber hann fyrir sig hótanir forsetans í garð fjölskyldu sinnar undanfarna daga og vikur. Cohen hafði samþykkt að koma fyrir eftirlitsnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings 7. febrúar. Hann var áður persónulegur lögmaður Trump og var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik, meinsæri og brot á kosningalögum í desember. Cohen hefur fullyrt að hafa framið glæpi að fyrirskipan Trump sjálfs. Í yfirlýsingu sem Lanny Davis, lögmaður Cohen, sendi frá sér í dag kemur fram að vitnisburði Cohen hafi verið frestað að ráði lögmanns. Vísar hann til „áframhaldandi hótana“ Trump forseta og Rudy Giuliani, lögmanns hans, gegn fjölskyldu Cohen auk samvinnu hans við yfirvöld. „Þetta er tími sem herra Cohen verður að setja fjölskyldu sína og öryggi hennar í fyrsta sæti,“ segir í yfirlýsingu Davis. Virðist lögmaðurinn vísa til nokkurra opinberra yfirlýsinga Trump þar sem forsetinn hefur hvatt til þess að tengdafaðir Cohen verði rannsakaður. Yfirlýsingarnar hafa vakið upp spurningar um hvort að forsetinn sé með þeim að reyna að hafa áhrif á vitni í máli sem varðar hann. „Fylgist með tengdaföðurnum!“ tísti Trump á föstudag þegar hann sakaði Cohen um að ljúga til að reyna að stytta fangelsisdóm sinn. Giuliani, lögmaður Trump, varði ummæli Trump um tengdaföðurinn og gaf í skyn að hann hefði tengsl við skipulagða glæpastarfsemi í New York.Per Lanny Davis, Michael Cohen's trip to Capitol Hill will be postponed to a later date. pic.twitter.com/YeEE3BLPBp— Emily Jane Fox (@emilyjanefox) January 23, 2019
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47
Fyrrverandi lögmaður Trump mun bera vitni fyrir þingnefnd Michael Cohen hefur samþykkt að bera vitni fyrir nefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. 10. janúar 2019 21:07