Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2019 21:00 Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína. Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína.
Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira