Segir húsnæðistillögurnar ekki breyta því að fólk eigi skilið mannsæmandi laun Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 14:11 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar í húsakynnum sáttasemjara í liðinni viku. vísir/vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum breyti ekki þeirri skoðun sinni að fólk eigi skili mannsæmandi laun fyrir vinnuframlag sitt. Hún segir margt mjög gott í tillögunum, verði þær að veruleika, en að hún muni aldrei snúa baki við þeirri afstöðu sinni að vinnuaflið eigi skilið laun sem hægt sé að lifa af fyrir vinnuna sem innt er af hendi. Fréttastofa ræddi við Sólveigu Önnu að loknum fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun. Aðspurð hvernig fundurinn gekk sagði hún að það þokist afskaplega hægt í viðræðunum. „Við vissum svo sem frá fyrstu tíð, og þá er ég að tala fyrir hönd míns fólks, við vissum frá fyrsta degi að þetta yrði langhlaup og ég hef ávallt sagt að við erum bara að mínum mati á upphafspunkti róttækrar stéttabaráttu á Íslandi. Sú afstaða mín hefur nákvæmlega ekkert breyst og ég forherðist í henni með hverjum fundinum sem líður,“ sagði Sólveig Anna og hélt áfram: „Við erum bara staðföst og við vitum nákvæmlega hverjar okkar kröfur eru. Við vitum nákvæmlega hvaða lífsskilyrði láglaunafólk á Íslandi þarf að sætta sig við. Þau eru að okkar mati algjörlega óásættanleg og það er bara mjög tímabært að samfélagið allt horfist í augu við það og standi mjög rækilega með okkur í þessari baráttu. Það eru kannski þau skilaboð sem ég vil fá að senda eftir þennan fund í dag. Við erum líka mjög staðföst í því og tilbúin til þess að gera það sem við þurfum til þess að ná sigri í okkar baráttu.“Jákvætt að það eigi að setja kraft í viðræðurnar Spurð hvað hún ætti við með því sagði hún að ef hlutirnir haldi áfram á þeirri leið sem nú er þá sé hún þess fullviss að hennar fólk sé tilbúið til þess að gera það sem þarf. „Ekki til þess að valda einhverri kollsteypu hér eins og alltaf er talað um, eins og við séum einhverjir hræðilegir sökudólgar, við séum einhverjir glæpamenn vegna þess að við viljum hafa nóg á milli handanna til þess að geta veitt sjálfum okkur og börnunum okkar möguleika á góðum lífsskilyrðum.“ Sólveig Anna sagði þó að ekki væri rætt um viðræðuslit heldur haldi viðræðurnar áfram. Hún væri með tímaramma í huga varðandi það hvenær hún vill fara að sjá árangur í viðræðunum en vildi ekki fara út í hver tímaramminn sé. Þá sagði hún margt mjög gott í húsnæðistillögunum en benti á að það eigi eftir að kostnaðarmeta þær. „Hvað þetta skilar fólki raunverulega. Það er margt gott og glæsilegt þarna en við þurfum að sjá hvað þetta raunverulega þýðir fyrir okkur. Ég mun aldrei snúa baki við þeirri afstöðu að vinnuaflið á skilið fyrir vinnuna sem það innir af hendi laun sem það getur lifað af. Það er augljóst mál.“ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði fundinn hafa gengið ágætlega. Ákveðið hefði verið að setja kraft í viðræðurnar og væri stefnt að því að funda þétt í næstu viku. „Við erum allavega að ræða saman og ætlum að setja kraft í þessar viðræður þannig að það hlýtur að vera jákvætt,“ sagði Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. 23. janúar 2019 12:09