Boðað til þriggja funda hjá sáttasemjara í næstu viku Sunna Sæmundsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. janúar 2019 12:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, opnar hér dyr fundarherbergisins hjá sáttasemjara að loknum fundinum í morgun. vísir/vilhelm Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku. Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins lauk á tólfta tímanum í dag en fundurinn hófst klukkan 10 í morgun. Búið er að boða til þriggja funda í deilunni í næstu viku. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir í samtali við fréttastofu að fundurinn hafi verið ágætur. „Við gengum staðfest á þessum fundi, sem er mjög mikilvægt, að útspil sem kom í gær tengt fasteignamálum hefur áhrif inn í þessar viðræður og mun vonandi verða til þess að liðka fyrir framvindu þeirra,“ segir Halldór Benjamín og vísar í tillögur átakshóps forsætisráðherra um lausnir á húsnæðisvandanum. Spurður hvernig tillögurnar geti liðkað fyrir viðræðunum segir hann að það verði að koma í ljós á næstu dögum. „En í næstu viku munum við ræða ýmis atriði og nú fara deiluaðilar heim og mæta vel undirbúin til leiks á næsta fund.“Tillögurnar stórt skref í þá átt að draga úr framboðsskorti á fasteignamarkaði Halldór Benjamín segir erfitt að leggja mat á það hverju sinni hvernig þokast í viðræðunum að öðru leyti en því að hans afstaða sé sú að á meðan verið sé að ræða saman þá þokist deiluaðilar nær hugsanlegri lausn eftir hvern fund. Aðspurður hvort eitthvað úr tillögum átakshópsins um húsnæðismál hafi verið sérstaklega til umræðu á fundinum í morgun bendir hann á að 40 tillögur séu þarna undir. „Núna þurfum við að skoða þetta heildstætt og það er verkefni okkar á næstu dögum og vikum,“ segir Halldór Benjamín. Hann telur tillögur hópsins jákvætt innlegg í kjaraviðræðurnar. „En við þurfum að sjá svolítið nánar í hvaða röð þetta spilast. Það sem er ánægjulegt við þetta er það að aðilar eru sammála um það að framboðsskortur á fasteignamarkaði er helsta úrlausnarefni samfélagsins og þær tillögur sem voru lagðar fram í gær eru stórt skref til þess að draga úr þeim framboðsskorti.“ Þá segir Halldór Benjamín að það hljóti að vera góðs viti að deiluaðilar ætli að hittast nokkrum sinnum hjá ríkissáttasemjara í næstu viku.
Kjaramál Tengdar fréttir Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45 Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08 Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Sjá meira
Segir húsnæðistillögur liðka fyrir samningaviðræðum Forseti Alþýðusambandsins segir líklegt að tillögur aðgerðahóps til að bæta stöðu fólks á húsnæðismarkaði geta liðkað til fyrir samningaviðræðum á almennum vinnumarkaði. 23. janúar 2019 06:45
Fundur hafinn hjá ríkissáttasemjara Sáttafundur í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins hófst í húsakynnum ríkissáttasemjara núna klukkan 10. 23. janúar 2019 10:08
Tala fyrir Carlsberg-ákvæði að Keldum Einföldun ferla, endurskoðum byggingarreglugerðar og innleiðing Carlsberg-ákvæðis að danskri fyrirmynd eru meðal tillagna átakshópsins í húsnæðismálum 22. janúar 2019 15:03