Trump sagður þreyttur á Guiliani Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2019 09:58 Rudy Giuliani, lögmaður Trump. AP/Charles Krupa Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er þreyttur á afglöpum lögmanns síns, Rudy Guiliani. Forsetinn og ráðgjafar hans eru, samkvæmt heimildum fjölmiðla í Bandaríkjunum, að íhuga að meina Guiliani að fara í viðtöl við fjölmiðla. Ummæli lögmannsins og borgarstjórans fyrrverandi hafa valdið usla á undanförnum dögum. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins og Repúblikanaflokksins að Trump sé ekki sáttur við Giuliani og telji hann hafa skemmt fyrir sér. Hann hefði breytt sigri í tap með ummælum sínum um frétt Buzzfeed.Umrædd frétt sneri um að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, hefði sagt rannsakendum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, að Trump hefði skipað sér að ljúga að þingmönnum. Mueller sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttarinnar þar sem hann sagði að minnst hlutar hennar væru rangir. Engir aðrir fjölmiðlar hafa getað staðfest frétt Buzzfeed, sem stendur þó enn við fréttina. Í kjölfar þessa hafa Trump og bandamenn hans gagnrýnt fjölmiðla harðlega og sagt þá vera hlutdræga gegn forsetanum. Giuliani, sem er einkalögmaður Trump og vinnur sérstaklega að Rússarannsókninni svokölluðu sem Mueller stýrir, fór í viðtöl til að nýta „sigurinn“ en ummæli hans voru gegn fyrri yfirlýsingum Trump og leiddu til frekari frétta sem Trump þótti neikvæðar. Giuliani sagði til dæmis á sunnudaginn að Trump hefði átt í viðræðum um að byggja Turn í Moskvu mikið lengur en áður hefur komið fram. Þær viðræður hefðu staðið yfir fram yfir forsetakosningarnar 2016. Giuliani þurfti að senda frá sér tilkynningu þar sem hann sagði ummæli sín hafa verið fræðileg. Þau endurspegluðu ekki raunveruleikann eða viðræður hans við Trump sjálfan. Þá sagði hann í viðtali við New Yorker að hann hefði hlustað á upptökur af samskiptum Trump og Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns, Trump. „Ég hefði ekki átt að segja upptökur,“ sagði Giuliani í kjölfarið. Ekki í fyrsta sinn Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Giuliani þarf að senda frá sér tilkynningar og draga ummæli sín til baka. Til dæmis má nefna þegar hann sagði fyrr í mánuðinum að hann gæti einungis staðhæft að Trump sjálfur hefði ekki veitt Rússum samstarf í afskiptum þeirra af forsetakosningunum. Hann gæti ekki staðhæft slíkt um starfsmenn framboðs Trump.Það sagði hann eftir að í ljós kom að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, útvegaði rússneskum aðila, sem tengist leyniþjónustu Rússlands, gögn sem framboð Trump hafði aflað um kjósendur í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinAP tekur þó fram að yfirlýsingar Giuliani hafi þó áður verið settar fram í aðdraganda stórra fregna. Eins og þegar Giuliani viðurkenndi í þætti Sean Hannity, vini og bandamanni Trump, á Fox News að Trump hefði endurgreitt Cohen fyrir að borga tveimur konum fyrir þögn þeirra um kynferðislegt samband þeirra við Trump. Í fyrstu var talið að Giuliani hefði talað af sér en seinna meir varð ljóst að hann var að reyna að draga úr alvarleika upplýsinga um möguleg brot Trump á lögum varðandi fjármögnun framboða. Politico segir framferði Giuliani lengi hafa farið í taugarnar á aðstoðarmönnum Trump þó forsetinn sjálfur hafi að mestu verið sáttur við lögmanninn. Einn heimildarmaður var spurður hver innan Hvíta hússins sæi um að þrífa upp eftir Giuliani og svaraði hann á þá leið að það þyrfti fleiri en einn starfsmann. Í samtali við Politico gaf Giuliani lítið fyrir að Trump væri ósáttur við hann.„Við höfum þekkst í 30 ár og ég hef ekki enn heyrt hann kvarta,“ sagði Giuliani. „Enginn í Hvíta húsinu myndi kvarta við mig. Þeir pískra bara þegar ég heyri ekki til.“ Hann sagði einnig ekki rétt að hann væri ekki með staðreyndir á hreinu. Hann væri með allt á hreinu og því gæti hann talað heiðarlega í kringum málin sem hann væri að tala um. Hann sagði fjölmiðlum um að kenna. Blaða- og fréttamenn áttuðu sig ekki á því að hann væri að tala með fræðilegum hætti, eins og lögmenn geri sífellt. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Rudy Giuliani segist aldrei hafa sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs Donalds Trump og Rússa í kosningabaráttunni árið 2016. 17. janúar 2019 10:07 Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48 Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump greiddi hugbúnaðarfyrirtæki til að láta Trump koma vel út úr tveimur netkönnunum áður en hann bauð sig fram til forseta. 17. janúar 2019 13:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er þreyttur á afglöpum lögmanns síns, Rudy Guiliani. Forsetinn og ráðgjafar hans eru, samkvæmt heimildum fjölmiðla í Bandaríkjunum, að íhuga að meina Guiliani að fara í viðtöl við fjölmiðla. Ummæli lögmannsins og borgarstjórans fyrrverandi hafa valdið usla á undanförnum dögum. AP fréttaveitan hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Hvíta hússins og Repúblikanaflokksins að Trump sé ekki sáttur við Giuliani og telji hann hafa skemmt fyrir sér. Hann hefði breytt sigri í tap með ummælum sínum um frétt Buzzfeed.Umrædd frétt sneri um að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, hefði sagt rannsakendum Robert Mueller, sérstaks rannsakanda Dómsmálaráðuneytisins, að Trump hefði skipað sér að ljúga að þingmönnum. Mueller sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttarinnar þar sem hann sagði að minnst hlutar hennar væru rangir. Engir aðrir fjölmiðlar hafa getað staðfest frétt Buzzfeed, sem stendur þó enn við fréttina. Í kjölfar þessa hafa Trump og bandamenn hans gagnrýnt fjölmiðla harðlega og sagt þá vera hlutdræga gegn forsetanum. Giuliani, sem er einkalögmaður Trump og vinnur sérstaklega að Rússarannsókninni svokölluðu sem Mueller stýrir, fór í viðtöl til að nýta „sigurinn“ en ummæli hans voru gegn fyrri yfirlýsingum Trump og leiddu til frekari frétta sem Trump þótti neikvæðar. Giuliani sagði til dæmis á sunnudaginn að Trump hefði átt í viðræðum um að byggja Turn í Moskvu mikið lengur en áður hefur komið fram. Þær viðræður hefðu staðið yfir fram yfir forsetakosningarnar 2016. Giuliani þurfti að senda frá sér tilkynningu þar sem hann sagði ummæli sín hafa verið fræðileg. Þau endurspegluðu ekki raunveruleikann eða viðræður hans við Trump sjálfan. Þá sagði hann í viðtali við New Yorker að hann hefði hlustað á upptökur af samskiptum Trump og Michael Cohen, fyrrverandi lögmanns, Trump. „Ég hefði ekki átt að segja upptökur,“ sagði Giuliani í kjölfarið. Ekki í fyrsta sinn Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Giuliani þarf að senda frá sér tilkynningar og draga ummæli sín til baka. Til dæmis má nefna þegar hann sagði fyrr í mánuðinum að hann gæti einungis staðhæft að Trump sjálfur hefði ekki veitt Rússum samstarf í afskiptum þeirra af forsetakosningunum. Hann gæti ekki staðhæft slíkt um starfsmenn framboðs Trump.Það sagði hann eftir að í ljós kom að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, útvegaði rússneskum aðila, sem tengist leyniþjónustu Rússlands, gögn sem framboð Trump hafði aflað um kjósendur í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldinAP tekur þó fram að yfirlýsingar Giuliani hafi þó áður verið settar fram í aðdraganda stórra fregna. Eins og þegar Giuliani viðurkenndi í þætti Sean Hannity, vini og bandamanni Trump, á Fox News að Trump hefði endurgreitt Cohen fyrir að borga tveimur konum fyrir þögn þeirra um kynferðislegt samband þeirra við Trump. Í fyrstu var talið að Giuliani hefði talað af sér en seinna meir varð ljóst að hann var að reyna að draga úr alvarleika upplýsinga um möguleg brot Trump á lögum varðandi fjármögnun framboða. Politico segir framferði Giuliani lengi hafa farið í taugarnar á aðstoðarmönnum Trump þó forsetinn sjálfur hafi að mestu verið sáttur við lögmanninn. Einn heimildarmaður var spurður hver innan Hvíta hússins sæi um að þrífa upp eftir Giuliani og svaraði hann á þá leið að það þyrfti fleiri en einn starfsmann. Í samtali við Politico gaf Giuliani lítið fyrir að Trump væri ósáttur við hann.„Við höfum þekkst í 30 ár og ég hef ekki enn heyrt hann kvarta,“ sagði Giuliani. „Enginn í Hvíta húsinu myndi kvarta við mig. Þeir pískra bara þegar ég heyri ekki til.“ Hann sagði einnig ekki rétt að hann væri ekki með staðreyndir á hreinu. Hann væri með allt á hreinu og því gæti hann talað heiðarlega í kringum málin sem hann væri að tala um. Hann sagði fjölmiðlum um að kenna. Blaða- og fréttamenn áttuðu sig ekki á því að hann væri að tala með fræðilegum hætti, eins og lögmenn geri sífellt.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Rudy Giuliani segist aldrei hafa sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs Donalds Trump og Rússa í kosningabaráttunni árið 2016. 17. janúar 2019 10:07 Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48 Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47 Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump greiddi hugbúnaðarfyrirtæki til að láta Trump koma vel út úr tveimur netkönnunum áður en hann bauð sig fram til forseta. 17. janúar 2019 13:05 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Lögmaður Trump dregur í land með að ekkert samráð hafi átt sér stað Rudy Giuliani segist aldrei hafa sagt að ekkert samráð hafi átt sér stað á milli framboðs Donalds Trump og Rússa í kosningabaráttunni árið 2016. 17. janúar 2019 10:07
Segja Trump hafa skipað Cohen að ljúga að þingnefnd Tveir nafnlausir heimildamenn fréttastofu Buzzfeed News segja Bandaríkjaforseta, Donald Trump, hafa skipað fyrrum lögmanni sínum , Michael Cohen að fremja meinsæri með því að ljúga að þingnefnd um viðskipti Trump í Rússlandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. 18. janúar 2019 21:48
Sérstakur saksóknari hafnar umfjöllun Buzzfeed News um lygar Michael Cohen Embætti sérstaks saksóknara bandaríska dómsmálaráðuneytisins, sem Robert Mueller gegnir, hefur svarað umfjöllun bandaríska vefmiðilsins Buzzfeed News um lygar Michael Cohen og sagt umfjöllunina vera ranga. 19. janúar 2019 09:47
Réði fyrirtæki til að hagræða skoðanakönnunum fyrir Trump Fyrrverandi lögmaður Trump greiddi hugbúnaðarfyrirtæki til að láta Trump koma vel út úr tveimur netkönnunum áður en hann bauð sig fram til forseta. 17. janúar 2019 13:05