„Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic um langa fjarveru liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2019 08:30 Luka Doncic og Dennis Smith Jr.. AP Photo/LM Otero Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105 NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Luka Doncic og Dennis Smith Jr. eru tveir efnilegustu leikmenn Dallas Mavericks liðsins en stóra spurningin í Dallas hefur verið hvort þeir geti hreinlega blómstrað saman. Luka Doncic hefur skotist hratt upp á stjörnuhiminn NBA-deildarinnar á sínu fyrsta tímabili en aðra sögu hefur verið að segja af Dennis yngri. Doncic er 19 ára en Smith er 21 árs. Það er einkum innkoma Luka sem hefur sett framtíð Dennis hjá Dallas í uppnám. Hugsanlega leikmannaskipti með Dennis Smith Jr. hafa verið í umræðunni að undanförnu og strákurinn var búinn að missa af sex síðustu leikjum liðsins. Dennis Smith Jr. mætti aftur í nótt og hjálpaði Dallas Mavericks að vinna 106-98 sigur á Los Angeles Clippers í nótt.The @dallasmavs backcourt of @luka7doncic (6r/7a) and @Dennis1SmithJr (8r/4a) score 17 PTS apiece in their 106-98 W! #MFFLpic.twitter.com/ASUnJBd3Ia — NBA (@NBA) January 23, 2019Dennis Smith Jr. var með 17 stig, 8 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en Luka Doncic bætti við 17 stigum, 7 fráköstum og 6 stoðsendingum, Doncic klikkaði aftur á móti á öllum átta þriggja stiga skotum sínum í leiknum og saman voru þeir tveir aðeins 1 af 14 fyrir utan þriggja stiga línuna. „Mér fannst hann vera frábær og kom með allt sem við þurftum frá honum: Hraða, áræðni, hittni og nokkrar stórkostlegar stoðsendingar,“ sagði þjálfarinn Rick Carlisle um framlag Dennis Smith Jr. en bætti svo við: „Það hefur verið mjög erfitt fyrir hann að vera í burtu frá liðsfélögum sínum en hann spilaði í kvöld einn sinn besta leik síðan að hann kom til Dallas,“ sagði Carlisle. Luka Doncic og Dennis Smith Jr. voru báðir í byrjunarliði Dallas í leiknum. „Svona á ekki að gerast,“ sagði Luka Doncic eftir leik um sex leikja fjarveru Dennis Smith Jr. „Þetta er slæmt fyrir liðið.“ Dennis sjálfur viðurkenndi líka að þetta hafi verið erfiður tími. „Svona hlutir gerast. Við unnum í kvöld og það er það mikilvægasta,“ sagði Dennis Smith Jr.. Dallas var búið að tapa fjórum leikjum í röð án hans og draumur um úrslitakeppnina hefur fjarlægst mjög á þeim tíma. Það voru fleiri leikir í NBA-deildinni í nótt.36 PTS | 8 REB | 5 STL@Yg_Trece & the @okcthunder win their third straight! #ThunderUppic.twitter.com/jRDC1J4enL — NBA (@NBA) January 23, 2019Paul George skoraði 36 stig og Russell Westbrook var með þrennu þegar Oklahoma City Thunder vann 123-114 sigur á Portland Trail Blazers. Westbrook var með 29 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en George bætti einnig við 8 fráköstum og 5 stolnum boltum. Þetta var þriðji sigurleikur Thunder-liðsins í röð. Damian Lillard var með 34 stig og 8 stoðsendingar fyrir Portland liðið og C.J. McCollum skoraði 31 stig. Liðið mætti í leikinn búið að vinna þrjá leiki í röð. Jusuf Nurkic var með 22 stig og 15 fráköst.29 PTS, 10 REB, 14 AST 14th triple-double of season 118th of his career@russwest44 & the @okcthunder win at home! #ThunderUppic.twitter.com/8F07AAZw25 — NBA (@NBA) January 23, 2019#WeTheNorth@FredVanVleet (7r/7a) and @Klow7 (9a) score 19 PTS apiece in the @Raptors 120-105 victory! pic.twitter.com/EaZPtWEh9C — NBA (@NBA) January 23, 2019Kyle Lowry og Fred VanVleet skoruðu báðir 19 stig í tíunda heimasigri Toronto Raptors í röð en liðið vann 120-105 sigur á Sacramento Kings. Pascal Siakam var með 18 stig og Serge Ibaka bætti við 15 stigum og 10 fráköstum.@KarlTowns tallies 25 PTS, 18 REB, 7 AST and 2 STL in the @Timberwolves 118-91 victory! #AllEyesNorthpic.twitter.com/cD4VD6zznW — NBA (@NBA) January 23, 2019Karl-Anthony-Town skoraði 25 stig, tók 18 fráköst og gaf 7 stoðsendingar þegar Minnesota Timberwolves vann 118-91 útisigur á Phoenix Suns.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 91 : 118 Dallas Mavericks - Los Angeles Clippers 106 : 98 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 123 : 114 Toronto Raptors - Sacramento Kings 120 : 105
NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira