Afléttu lögbanni á transbann Trump Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2019 20:57 Trump telur að of mikill tilkostnaður fylgi því að leyfa transfólki að þjóna í Bandaríkjaher. Martin H. Simon/Getty Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti í dag tímabundnu lögbanni á svokallað transbann Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem ætlað er að gera stórum hluta transfólks í Bandaríkjunum ókleift að ganga í herinn. Alríkisdómstólar í landinu höfðu áður stöðvað bannið frá því að taka gildi á meðan það væri til meðferðar dómstóla. Rétturinn, sem er skipaður níu dómurum, kaus um málið. Fimm voru fylgjandi því að aflétta lögbanninu, en fjórir á móti og skiptust atkvæðin eftir því hvort dómararnir við réttinn höfðu verið skipaðir af íhaldsömum forsetum eða ekki. Stefna forsetans gengur út á að banna „transfólki sem þarf eða hefur gengist undir kynleiðréttingaraðgerð.“ Aflétting réttarins á lögbanninu er þó ekki bindandi, heldur gefur hún hernum aðeins leyfi til þess að taka transbannið svokallaða upp þar til dómstólar í Bandaríkjunum hafa fjallað um það efnislega. Málið komst fyrst í fréttir árið 2017 þegar Trump tilkynnti á Twitter að Bandaríkin myndu ekki lengur „samþykkja eða leyfa“ bandarískt transfólk í hernum og rökstuddi afstöðu sína með vísan til „himinhás læknis- og lyfjakostnaðar og truflunar [á starfi hersins].“After consultation with my Generals and military experts, please be advised that the United States Government will not accept or allow...... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017....Transgender individuals to serve in any capacity in the U.S. Military. Our military must be focused on decisive and overwhelming..... — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 26, 2017 Jim Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, gerði síðan nokkrar breytingar á stefnunni þar sem bannið var þrengt að einstaklingum sem vitað væri að ættu við kynáttunarvanda að stríða og einstaklingum hvers líkamlegt kyn og kyngervi voru ekki það sama. Það varð til þess að því transfólki sem þjónaði í hernum áður en stefnan um bannið var tekin fékk undanþágu, auk þess sem transfólki sem tilbúið væri að skrá sig í herinn samkvæmt líffræðilegu kyni sínu yrði ekki meinað að gera slíkt. Rétt tæplega tíu þúsund transfólks sinna nú herþjónustu í Bandaríkjaher.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00 Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Formenn Trans-Íslands og Samtakanna '78 segja ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að banna transfólki að starfa fyrir her landsins ekki koma á óvart. Ákvörðunin markar brotthvarf frá stefnu Obama, fyrrverandi forseta. 27. júlí 2017 07:00
Óvissa vegna banns Trump við transfólki í hernum Ákvörðun Donalds Trump um að banna transfólki að gegna herþjónustu kom hermálayfirvöldum í opna skjöldu. Blaðafulltrúi Hvíta hússins getur ekki svarað hvort hermenn sem eru þegar á vígvellinum verði sendir heim vegna bannsins. 27. júlí 2017 10:41