Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2019 20:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Á endanum stóð valið á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar um Reykhóla. Niðurstaðan var sú að karlarnir í hreppsnefndinni, þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson, kusu R-leið og urðu undir, en konurnar þrjár, þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið.Hreppsnefndarmenn koma af fundi samgönguráðherra í gær. Fremst er Ingimar Ingimarsson en síðan koma Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík fylgdust menn spenntir með fréttum að vestan og vegamálastjóri segir að þar gleðjist menn yfir því að geta haldið áfram með verkefnið. „Við bara erum ánægð með það. Það er gríðarlega mikilvægt að ná að leggja þennan Vestfjarðaveg fyrir Vestfirðinga alla og ég bara vona að auðnan verði með þeim þannig að það takist,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Bergþóra segir næstu skref þau að Reykhólahreppur klári aðalskipulagið, sem Skipulagsstofnun þurfi svo að staðfesta. Hún vonist til að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi eftir 14-16 vikur og að hugsanlegum kærumálum vegna þess verði lokið fyrir áramót. „Við gætum þá, ef Guð lofar og allt gengur vel, byrjað framkvæmdir, - eða boðið þetta út í lok ársins og byrjað framkvæmdir á vormánuðum 2020. Það væri það sem við sæjum þá fyrir okkur.“ Brú kemur yfir Þorskafjörð innanverðan, samkvæmt ÞH-leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Þetta er eitt stærsta verkið á samgönguáætlun næstu fimm ára upp á nærri sjö milljarða króna. Teigsskógarleiðin felur í sér um 20 kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að þrír firðir verði brúaðir; Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. En hvenær verður vegurinn tilbúinn? „2023 circa. Og þá erum við bara að gefa okkur að hlutirnir gangi vel,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Á endanum stóð valið á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar um Reykhóla. Niðurstaðan var sú að karlarnir í hreppsnefndinni, þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson, kusu R-leið og urðu undir, en konurnar þrjár, þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið.Hreppsnefndarmenn koma af fundi samgönguráðherra í gær. Fremst er Ingimar Ingimarsson en síðan koma Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík fylgdust menn spenntir með fréttum að vestan og vegamálastjóri segir að þar gleðjist menn yfir því að geta haldið áfram með verkefnið. „Við bara erum ánægð með það. Það er gríðarlega mikilvægt að ná að leggja þennan Vestfjarðaveg fyrir Vestfirðinga alla og ég bara vona að auðnan verði með þeim þannig að það takist,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Bergþóra segir næstu skref þau að Reykhólahreppur klári aðalskipulagið, sem Skipulagsstofnun þurfi svo að staðfesta. Hún vonist til að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi eftir 14-16 vikur og að hugsanlegum kærumálum vegna þess verði lokið fyrir áramót. „Við gætum þá, ef Guð lofar og allt gengur vel, byrjað framkvæmdir, - eða boðið þetta út í lok ársins og byrjað framkvæmdir á vormánuðum 2020. Það væri það sem við sæjum þá fyrir okkur.“ Brú kemur yfir Þorskafjörð innanverðan, samkvæmt ÞH-leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Þetta er eitt stærsta verkið á samgönguáætlun næstu fimm ára upp á nærri sjö milljarða króna. Teigsskógarleiðin felur í sér um 20 kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að þrír firðir verði brúaðir; Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. En hvenær verður vegurinn tilbúinn? „2023 circa. Og þá erum við bara að gefa okkur að hlutirnir gangi vel,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15