Áhorf á Ófærð 2 með því hæsta sem mælst hefur Birgir Olgeirsson skrifar 22. janúar 2019 15:02 Fimmti þáttur Ófærðar var sýndur á sunnudag. Lilja Jóns Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019 Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Heildaráhorf á nýjustu seríu Ófærðar er nú í kringum 60 prósent og hlutdeildin, það er hlutfall þeirra sem horfðu á sjónvarp þegar Ófærð var á dagskrá, um og yfir 90 prósent. Sýningar á annarri þáttaröðinni hófust á öðrum degi jóla en í tilkynningunni kemur fram að hliðrað áhorf þáttanna, það er áhorf utan línulegrar dagskrár, meðal annars í spilara RÚV á netinu og efnisveitum á borð við Frelsisþjónustu fjarskiptafyrirtækja, hefur mælst liðlega helmingur af heildaráhorfi og aldrei mælst hærra, að því er fram kemur í tilkynningu um áhorf þáttanna frá RVK Studios og Ríkisútvarpinu. Í tilkynningunni segir að heildaráhorfið á þættina til þessa sé með því hæsta sem mælst hefur á leikið efni í íslensku sjónvarpi. Sýning seríunnar er hálfnuð, búið að sýna fimm þætti af tíu, en í tilkynningunni segir að búast megi við að aðrir þættir í seríunni nái samskonar áhorfi eða meiru, eins og raunin varð með fyrstu þáttaröðina þar sem áhorfið jókst eftir því sem nær dró endalokum. Í tilkynningunni kemur fram að áhorfið á aðra seríu Ófærðar sé met og að áhorfið muni halda áfram að aukast þar sem mælingar sýna að hliðaráhorf sé enn all nokkurt á þá þætti sem sýndir hafa verið til þessa. Sigurjón Kjartansson handritshöfundur Ófærðar birti skýringarmynd á Twitter um helgina til að hjálpa áhorfendum að skilja tengslin á milli persóna í þáttaröðinni. Virðist skýringarmyndin hafa mælst vel fyrir en á annað þúsund manns hafa líkað við myndina.Gjöriði svo vel! #ofaerð pic.twitter.com/RBsr5a1d3z— Sigurjón Kjartansson (@Skjartansson) January 20, 2019
Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06 Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Telur Íslendinga óvana því að horfa á leikið íslenskt efni án texta Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Sjónvarps hjá RÚV, segir að ekkert athugavert hafi fundist við athugun á hljóðinu í annarri þáttaröð af Ófærð í leikstjórn Baltasars Kormáks. 28. desember 2018 13:06
Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Handritshöfundur segir orðfærið sagt af illra innrættri persónu í þáttunum og notað til að lýsa því hversu ógeðfelld hún er. 14. janúar 2019 15:50
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33