Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2019 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra notaði fyrri hluta dags til að funda um Vestfjarðaveg með helstu hagsmunaaðilum, fulltrúum Vesturbyggðar, Tálknafjarðar og hreppsnefnd Reykhólahrepps, en hún frestaði ákvörðun um leiðarval í síðustu viku til að heyra sjónarmið ráðherrans. Fulltrúar sumarhúsaeigenda á eyðijörðunum Hallsteinsnesi og Gröf, sem Teigsskógur teygir sig um, hittu einnig ráðherra og þeir eru grjótharðir.Gunnlaugur Pétursson er talsmaður sumarbústaðaeigenda sem berjast gegn vegagerð um Teigsskóg.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Ég skil ekki hversvegna Vegagerðin vill eyðileggja Teigsskóg. Þetta er nú talið vera stærsta skóglendi á Vestfjörðum sem ennþá er ósnortið. Og það þarf bara að koma í veg fyrir það einfaldlega,“ segir Gunnlaugur Pétursson, talsmaður sumarhúsaeigenda í Teigsskógi. En hvaða leið vilja sumarbústaðaeigendur? „Að fara þá leið sem er náttúruvænust. Við teljum að það sé jarðgangaleið undir Hjallaháls, til dæmis bara í 110 metra hæð,“ svarar Gunnlaugur. Fulltrúar Reykhólahrepps vildu ekkert tjá sig að loknum fundinum með samgönguráðherra.Fulltrúar Reykhólahrepps í anddyri samgöngu- og sveitarstjórnaráðuneytisins í morgun.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ráðherrann sér ekki fyrir sér að pólitískur vilji verði til þess að bæta við fjármunum í dýrari R-leið ofan á þá 25 milljarða króna, sem þegar eru markaðir sunnanverðum Vestfjörðum á næstu 7-8 árum. „25 milljarðar til sunnanverðra Vestfjarða, þar af tæpir sjö í Vestfjarðaleiðina, eru miklir fjármunir og mér finnst ólíklegt að það sé hægt að finna þá annarsstaðar. Og ég get ekki séð að það sé hægt að pikka þá upp neinstaðar annarsstaðar öðruvísi en að það komi niður á framkvæmdum í öðrum landshlutum, sem ég held að sé ekki endilega samstaða um,“ segir Sigurður Ingi.Hreppsnefnd Reykhólahrepps hyggst ákveða á morgun hvaða leið verður sett inn á aðalskipulag. Leið I er sýnd með rauðum lit en vestari hluti hennar, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, er sá sami og ÞH-leiðar.Grafik/Guðmundur Björnsson.Óformlegar þreifingar hafa verið milli Vegagerðarinnar og Reykhólahrepps um hvort þriðja leiðin, kölluð I-leið, gæti verið einhverskonar málamiðlun eða jafnvel varakostur, ef Teigsskógarleiðin stöðvast í málaferlum. Forsendan er sú að hreppurinn gefi út framkvæmdaleyfi fyrir ÞH-leiðinni, hugsanlega tvískipt, þannig að hægt verði að byrja strax á vestari hlutanum með því að brúa Gufufjörð og Djúpafjörð.Hér sést veglínan um Teigsskóg í vestanverðum Þorskafirði. I-leið færi um austanverðan fjörðinn með brú á móts við eyðibýlið Laugaland.Grafík/Vegagerðin.Reynist austari hlutinn um Teigsskóg ófær vegna dómsmála verði sveigt í I-leið með brú á nýjum stað yfir Þorskafjörð og með vegi um austanverðan fjörðinn. Þessi lausn er hinsvegar sama marki brennd og R-leiðin; að vera mun dýrari en ÞH-leiðin, 3-4 milljörðum, og óvíst hvort meiri sátt næðist um það umhverfisrask sem henni fylgdi. Veglína yfir Gufufjörð, samkvæmt ÞH-leið og I-leið.Grafík/Vegagerðin.Ráðherrann vill velja þá leið sem stystan tíma tekur. „Sú sem myndi væntanlega stystan tíma taka er sú sem menn hafa hingað til verið mest sammála um að sé öruggur láglendisvegur, og sem er ódýrastur og sem fjármagnið dugar til að framkvæma.“ -Sem er ÞH-leið um Teigsskóg? „Sem er ÞH-leiðin.“ -Og styður þú hana? „Já, ég hef stutt hana,“ svarar Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Vesturbyggð Tengdar fréttir Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15 Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00 Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00 R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45 Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31 Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15 Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Sjá meira
Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni. 14. janúar 2019 12:15
Sveitarstjórn frestaði ákvörðun um veglínu Sveitarstjórn Reykhólahrepps frestaði nú síðdegis ákvörðun um leiðarval fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Ráðamenn hreppsins vilja funda með samgönguráðherra áður en þetta eldheita mál verður afgreitt. 16. janúar 2019 17:00
Óvissa um fjárveitingu í aðra leið en Teigsskóg Vegamálastjóri segir að Reykhólaleið sé ófjármögnuð. Ákvörðun um hana seinki framkvæmdum við Vestfjarðaveg um tvö til þrjú ár. 10. janúar 2019 22:00
R-leið um Reykhóla féll á umferðaröryggismati Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina. 9. janúar 2019 18:45
Getum ekki annað en staðið við tillögu um Teigsskógarleið Vegagerðin heldur íbúafund á Reykhólum í dag þar sem hún hyggst rökstyðja það hversvegna hún stendur við niðurstöðu sína um að leið um Teigsskóg sé besta framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. 9. janúar 2019 12:31
Bændur gegn brú yfir Þorskafjörð og segja að bújörðum yrði fórnað Stórbrú þvert yfir mynni Þorskafjarðar í stað vegar um Teigsskóg mætir harðri andstöðu eigenda fjögurra bújarða í Reykhólasveit. Þeir segja sorglegt að orðið sáttaleið sé notað um þessa tillögu. 3. október 2018 22:15
Oddviti segir Vegagerðina hafa fengið rauða spjaldið Oddviti Reykhólahrepps segir Vegagerðina sjálfa falla á umferðaröryggisprófi. Tilefnið er sú niðurstaða Vegagerðarinnar að svokölluð R-leið um Reykhóla standist ekki umferðaröryggismat. 12. janúar 2019 09:45
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent