Vísar fullyrðingum um fjárskort á bug Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. janúar 2019 06:15 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/ernir Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Menntamálaráðherra segir ámælisvert af forseta heilbrigðisvísindasviðs Háskólans á Akureyri (HA) að halda því fram að skólann skorti fjármagn til að fjölga hjúkrunarfræðinemum. Í grein eftir Eydísi Kr. Sveinbjarnardóttur, forseta heilbrigðisvísindasviðs HA, sem birtist í Fréttablaðinu í síðustu viku segir meðal annars að 59 nemendur í hjúkrunarfræði hafi náð öllum samkeppnisprófum upp á vormisserið. Hjúkrunarfræðideildin hafi hins vegar einungis fjármagn til að taka 55 þeirra inn. „Þetta er ekki rétt vegna þess að mennta- og menningarmálaráðuneytið var búið að útvega fjármagn í bóklega þáttinn. Hins vegar gat skólinn ekki tekið við fleirum þar sem klínísku plássin eru ekki til staðar,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og vísar til nefndarálits meirihluta fjárlaganefndar við nýsamþykkt fjárlagafrumvarp. Þar kemur fram að 30 milljónir sem fara áttu til Háskólans á Akureyri vegna fjölgunar hjúkrunarnema voru dregnar til baka að svo stöddu en þess getið að fjárhæðinni verði varið til þessa verkefnis þegar fyrir liggur hvernig skólarnir verða í stakk búnir til að taka á móti auknum fjölda nemenda í hjúkrunarfræði. Aðspurð segir Eydís að í áætlunum sem skólinn hafi sent ráðuneytinu sé gert ráð fyrir fjölgun um tíu nemendur á komandi hausti og aftur um tíu haustið 2021. Aðspurð um þau rök að fjárskortur hafi komið í veg fyrir fjölgun nú á vorönn segir Eydís að sú setning í greininni hafi eitthvað misskilist. „Ég var bara að útskýra að við vorum ekki í stakk búin til að fjölga strax eins og mannaflinn er hjá okkur því það var mikil pressa á að taka inn alla nemendur sem náðu prófunum. Hver nemandi til viðbótar býr til aukið álag og við erum ekki með fjármagn til að fjölga einn, tveir og þrír.“ Eydís segir forsvarsmenn hjúkrunarfræðideilda HA og HÍ nú undirbúa sameiginlegar tillögur um fjölgun hjúkrunarfræðinema sem verði sendar ráðherra í febrúar.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira