Ofbeldisfull mótmæli í Grikklandi vegna nafnabreytingar Makedóníu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. janúar 2019 16:13 Hér sést óeirðalögregla kljást við mótmælanda. AP/Thanassis Stavrakis Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju. Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Átök urðu í Aþenu, höfuðborg Grikklands, þegar mótmælendum og lögreglu í borginni lenti saman. Mótmælendur voru saman komnir til þess að sýna andstöðu við samningaviðræður sem nú eiga sér stað milli makedónskra og grískra stjórnvalda í kjölfar fyrirhugaðrar nafnabreytingar Makedóníu, sem stefnt er á að taki upp nafnið Norður-Makedónía. Að minnsta kosti 10 lögregluþjónar eru slasaðir eftir mótmælin sem voru nokkuð ofbeldisfull. Mótmælendur réðust að lögreglu með grjótkasti, blysum, kylfum og málningu svo eitthvað sé nefnt. Lögreglan svaraði svo árásum mótmælenda með ítrekuðum táragashrinum.Mótmælin voru ofbeldisfull.AP/Yorgos KarahalisVilja binda enda á áralangt ósætti ríkjanna Nafnabreytingunni er aðallega ætlað að liðka fyrir samskiptum Makedóníu við Grikkland og auka möguleika sína á inngöngu í Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið, en Grikkir hafa hingað til hindrað allar tilraunir Makedóníumanna til að ganga í samböndin, þar sem Grikkir telja að í nafni Makedóníu felist tilkall til landsvæðis að sama nafni sem liggur innan landamæra Grikklands. Gríska þingið stefnir á að kjósa um nafnabreytingarsamning Makedóníu á mánudaginn og hefja þannig sáttaferli við nágranna sína í norðri, verði samningur milli ríkjanna samþykktur. Makedónska þingið samþykkti nafnabreytinguna fyrr á árinu.Alexis Tsipras, forsætirsráðherra Grikklands.Ayhan Mehmet/GettyEkki nóg fyrir alla Þó eru ekki allir Grikkir sáttir með gang mála eins og mótmælin sýna fram á, en mótmælendur telja nafnabreytinguna ekki vera nóg og að í nafni Norður-Makedóníu myndi enn felast tilkall til landsvæðis Grikkja og hafa kallað hana „valdarán á forngrískri arfleið.“ Í yfirlýsingu frá forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, var „öfgakenndum öflum og meðlimum Gullinnar dögunar,“ sem er öfga-hægri stjórnmálaflokkur í landinu, meðal annars þekktur fyrir andúð á innflytjendum, kennt um mótmælin og ofbeldið sem fylgdi þeim. Skipuleggjendur mótmælanna höfðu áður sagst vonast til að draga að sér um 600 þúsund manns, en lögregla áætlaði að um 60 þúsund hafi verið viðstödd mótmælin. Þá höfðu þeir tilkynnt að þrjú þúsund rútum fullum af mótmælendum yrði ekið til Aþenu, en lögreglan gaf út að rúturnar hafi verið 327 í heildina. Þá tóku bændur í norðurhluta Grikklands sig saman og lokuðu hraðbrautinni sem leiðir að landamærum Grikklands og Makedóníu til að sýna samstöðu með mótmælendum. Brautin hefur nú verið opnuð að nýju.
Grikkland Norður-Makedónía Tengdar fréttir Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53 Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14 Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Makedónska þingið samþykkir að breyta nafni landsins Makedónska þingið samþykkti í gær að breyta nafni landsins, sem heitir nú formlega lýðveldið Makedónía. Gangi nafnabreytingin í gegn mun ríkið heita Norður-Makedónía. 20. október 2018 17:53
Makedónía verður Norður-Makedónía Lágmarksmeirihluti náðist fyrir nafnabreytingunni en 81 af 120 þingmönnum greiddu með nafnabreytingunni. 12. janúar 2019 12:14
Makedónskir þingmenn greiða atkvæði um nýtt nafn á landinu Makedónska þingið mun í dag greiða atkvæði um stjórnarskrárbreytingu sem felur í sér að Makedónía skipti um nafn og verði þekkt undir nafninu Norður-Makedónía. 15. október 2018 09:56