Sara Sigmundsdóttir situr nú í fjórða sæti á Wodapalooza Crossfit mótinu í Miami þegar tvær greinar eru eftir af mótinu.
Sara byrjaði mótið nokkuð vel og var í sjötta sæti eftir fyrsta keppnisdag en í fyrstu grein mótsins endaði hún í fjórða sæti.
Á öðrum degi mótsins gerði hún enn betur en þá voru tvær greinar á dagsskrá. Í fyrri greininni endaði Sara í öðru sæti yfir alla keppendur og fékk því 94 stig. Í seinni keppni gærdagsins endaði Sara aftur í öðru sæti og fékk því önnur 94 stig.
Þessi frammistaða Söru gerir það að verkum að hún situr í fjórða sæti keppninnar þegar tvær greinar eru eftir en heildarstigafjöldi hennar eru 412 stig. Keppendurnir þrír sem eru á undan Söru eru þær Kari Pearce sem er með 422 stig, Kristin Holte með 442 stig og heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey með 482 stig.
Það verður því að teljast heldur ólíkegt að Sara hreppi fyrsta sætið að þessu sinni, þó svo að næg stig séu í boði, en Sara á ennþá góða möguleika á því að taka annað eða þriðja sætið.
Björgvin Karl Guðmundsson og liðsfélagar hans í Foodspring Athletics héldu síðan uppteknum hætti í gær og sitja í lang efsta sæti með 494 stig á meðan næsta lið er með 380 stig og því sigurinn nánast vís.

