Porzingis til Dallas Anton Ingi Leifsson og Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 31. janúar 2019 21:24 Porzingis í fínu fötunum. vísir/getty Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019 NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Adrian Wojnarowski, einn virtasti blaðamaðurinn um NBA-körfuboltann, segir Kristaps Porzingis á leið frá New York Knicks til Dallas Mavericks. Lettinn hávaxni er sagður hafa farið á fund í vikunni með stjórnarmönnum New York Knicks en hann er talinn hafa látið þá vita að honum langaði að komast burt frá félaginu. Á móti því að Porzingis fari til Dallas þá fara í hina áttina þeir Dennis Smith Jr, DeAndre Jordan og Wesley Matthews. Þeir Tim Hardaway Jr, Courtney Lee og Burke fylgja Porzingis með til Dallas. Porzingis hefur verið mikið á meiðslalistanum undanfarið ár. Hann sleit krossbönd og var kominn aftur á völlinn er hann meiddist á nýjan leik eftir troðslu í leik gegn Milwaukee 6. febrúar. Fjölmiðlar vestanhafs telja mislíklegt að Porzingis komist aftur á völlinn á þessu tímabili. Þess vegna má lesa úr þessu að Dallas séu að fórna þessu tímabili að einhverju leyti en þeir eru að senda frá sér þrjá lykilmenn í skiptunum. Það sem þeir eru að fá í staðinn er hinsvegar leikmaður sem á að geta myndað tvíeyki ásamt nýliðanum Luka Doncic sem ætti að geta barist um titillinn í framtíðinni. Til þess að fá Doncic í nýliðavalinu í sumar sendu Dallas í burtu valréttin sinn í næsta nýliðavali með því skilyrði að ef valið yrði eitt af fyrstu fimm myndu þeir halda valréttinum. Eins og staðan er núna eru Dallas með ellefta versta vinningshlutfall deildarinnar og eiga því ekki miklar vonir á að halda valréttinum. Það er þó spurning hvort að sigurhlutfallið muni hrynja eftir að þeir senda frá sér þrjá lykilmenn og þeir gætu því mögulega haldið valréttinum. Aðalbitinn sem New York telja sig vera að fá í skiptunum er eflaust Dennis Smith Jr. Hann var valinn númer 9 í nýliðavalinu vorið 2017 og átti ágætis tímabil í fyrra sem nýliði. Með því að senda hann í burtu eru Dallas að mörgu leyti að segja að þeim finnist Smith ekki passa með Doncic sem er samkvæmt flestum fjölmiðlum vestanhafs talinn líklegastur til að vera valinn nýliði ársins. Í sumar eru ansi margar stjörnunar samningslausar. Þar á meðal eru til dæmis Kevin Durant og Kyrie Irving sem gætu haft áhuga á að fara til New York. Með því að senda í burtu Hardaway og Lee sem eiga meira en eitt ár eftir samningnum sínum fyrir Jordan og Matthews sem eru á samningum sem renna út í sumar eru þeir að búa til ansi mikið pláss undir launaþakinu til að ná í eina jafnvel tvær stjörnur í sumar. New York has agreed with Dallas on trade that includes Kristaps Porzingis, Courtney Lee, Tim Hardaway Jr., for Wesley Matthews, Dennis Smith Jr. and DeAndre Jordan, league sources tell ESPN. Players and agents are being notified of particulars. Deal may include more draft assets.— Adrian Wojnarowski (@wojespn) January 31, 2019 Sources: All-Star Kristaps Porzingis is planning to inform the Dallas Mavericks his intent is to sign the qualifying offer in restricted free agency this summer.— Shams Charania (@ShamsCharania) January 31, 2019
NBA Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira