Fjallað var um listaverkið í fréttum Stöðvar 2 í gær en um er að ræða tvö pálmatré sem verða inni í glersúlum sem virka svipað og gróðurhús. Fram hefur komið að kostnaður við verkið að frátöldum rekstrar- og viðhaldskostnaði, verður um 140 milljónir króna. Áætlun fyrir rekstrar- og viðhaldskostnað verður gerð á framkvæmdartíma.
„Það eru engin fordæmi fyrir svona byggingu hér á landi sem er í líkingu við þetta, þannig að ég get ekki lagt neitt mat á kostnaðarliðina í framkvæmdinni sjálfri,“ segir Ingólfur.
„Það er flókið mál hreinlega að finna svona tré, koma þeim til landsins og útbúa aðstöðu sem að dugar henni til að lifa þarna um ókomin ár.“
Frétt Stöðvar 2 má sjá að neðan.