Borg fyrir lifandi eða liðna? Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Skipulag Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun