„Þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2019 21:04 Embla Kristínardóttir er hér í hvítri treyju Keflavíkurliðsins í bikarúrlistaleik gegn Njarðvík. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla. Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta og afrekskona í sundi, sem urðu fyrir kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara, óttast að ofbeldi gegn börnum muni alltaf koma til með að viðgangast. Þau vilja þó gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það. Íslensk körfuboltakona segist vona að íþróttahreyfingin hér á landi sé að vakna. Karen Leach átti sér þann draum að keppa á Ólympíuleikunum í sundi fyrir hönd Írlands. Það var þjálfarinn hennar sem kom í veg fyrir að sá draumur yrði að veruleika. „Í stað þess að láta draum minn rætast rústaði hann lífi mínu. Hann rústaði lífi mínu og fjölskyldu minnar. Hann misnotaði mig kynferðislega, líkamlega og tilfinningalega þegar ég var lítil stúlka á aldrinum tíu til sautján ára,“ segir Karen. „Hann skildi við mig sem litla, dána stúlku á ferð um þennan heim og það hefur tekið mig mörg ár að jafna mig á því sem hann gerði mér.“ Collin Harris, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, hefur líkt og Karen verið ötull við að fara um heiminn til að deila reynslu sinni í von um að geta haft áhrif til hins betra. Hann var einnig beittur ofbeldi af þjálfara sínum. „Við munum aldrei leysa vandann. Við erum bara að reyna að ganga úr skugga um að það að spila íþrótt, hvort sem það er á grunnstigi eða í atvinnumennsku, verði mun öruggara og að fólk geti verið í rónni,“ segir Colin. Körfuboltakonan Embla Kristínardóttir hefur áður sagt sögu sína í fjölmiðlum en henni var nauðgað af öðrum íþróttamanni þegar hún var á táningsaldri. Hún hvetur aðra þolendur til að láta vita af ofbeldi. „Ég lét ekki vita. Íþróttafélagið mitt vissi í rauninni ekki neitt af þessu en það er miklu betra að geta fengið hjálpina, eins og frá íþróttafélaginu, skólanum, fjölskyldu. Eins og þegar ég lét vita þá var þetta allt annað líf, gekk miklu betur,“ segir Embla.
Íþróttir Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30 Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þjálfarinn gerði draum um Ólympíuleika að algjörri martröð Karen Leach var misnotuð af sundþjálfara sínum frá því hún var tíu ára og þangað til hún varð 17 ára. 30. janúar 2019 17:30
Embla segir frá því þegar henni var nauðgað á fjórtánda aldursári af frjálsíþróttamanni Segir heimabæ sinn Keflavík hafa tvístrast vegna málsins hún lögð í einelti. 18. janúar 2018 19:33