Þrenna að meðaltali þriðja NBA-tímabilið í röð? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 16:30 Russell Westbrook. Getty/Michael Reaves Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð. NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira
Eftir rólega byrjun þá er Russell Westbrook aftur kominn með þrennu að meðaltali í leik. Hann gæti náð því þriðja tímabilið í röð. Russell Westbrook var með þrennu í fjórða leiknum í röð í NBA-deildinni í nótt þegar hann bauð upp á 23 stig, 14 fráköst og 14 stoðsendingar í sigri Oklahoma City Thunder á Orlando Magic. Westbrook var einnig með þrennu í leikjunum á undan sem voru á móti Portland Trail Blazers, New Orleans Pelicans og Milwaukee Bucks. Westbrook var með 29 stig, 10 fráköst og 14 stoðsendingar á móti Portland, 23 stig, 17 fráköst og 16 stoðsendingar á móti New Orleans og 13 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee.4th straight triple-double & 17th of the season for @russwest44 in the @okcthunder win! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/fDgOecR6dq — NBA.com/Stats (@nbastats) January 30, 2019Russell Westbrook er nú kominn með sautján þrennur á tímabilinu eða níu fleiri en næsti maður á lista sem er Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers með átta. Westbrook hefur verið með þrefalda tvennu að meðaltali undanfarin tvö tímabil. Aðeins einn leikmaður hefur náð því á einu tímabili en enginn hefur gert það tvisvar hvað þá þrjú ár í röð eins og stefnir í hjá Westbrook. Það liðir 55 ár á milli þess að Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali leiktíðina 1961–62 með Cincinnati Royals þar til að Westbrook lék það eftir leiktíðina 2016-17.Russell Westbrook's rewriting the record books. Appreciate elite, historic talent. pic.twitter.com/8rcto2VISW — SLAM (@SLAMonline) January 27, 2019Russell Westbrook var „bara“ með 8,3 fráköst og 8,9 stoðsendingar í fyrstu þrettán leikjum tímabilsins en hefur komist meira og meira í gírinn eftir því sem liðið hefur á leiktíðina. Hann fór í aðgerð rétt fyrir tímabilið og missti af leikjum í upphafi. Í þrettán leikjum sínum á nýju ári er Russell Westbrook aftur á móti með 23,1 stig, 11,0 fráköst og 12,1 stoðsendingu að meðaltali í leik en hann hefur þegar náð níu þrennum á árinu 2019.Tonight marked the 40th time in Westbrook's career that he got a triple-double in three quarters. James Harden is next with 12 pic.twitter.com/b8feZB7aZK — SportsCenter (@SportsCenter) January 30, 2019Það stefnir því allt í það að Russell Westbrook nái þeim einstaka árangri að vera með þrennu þriðja tímabilið í röð.
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Sjá meira