Sannarlega gráupplagt Ólöf Skaftadóttir skrifar 30. janúar 2019 07:00 „Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
„Gráupplagt og eitthvað sem hefði átt að gerast fyrir löngu síðan,“ sagði María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, á forsíðu þessa blaðs á mánudag um nýtt frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, sem segir að sálfræðiþjónusta skuli niðurgreidd af ríkinu. Rúmlega þriðjungur þingmanna hefur boðað að flytja frumvarpið með Þorgerði Katrínu, úr öllum flokkum. Með frumvarpinu verður sálfræðiþjónusta felld undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta, á borð við heilsugæslu, þjónustu sérgreinalækna og sjúkraþjálfun. Með þessu er undirstrikað að andlegir sjúkdómar séu ekki minna verðir en líkamlegir og lögð áhersla á að greiða aðgengi allra að nauðsynlegum meðferðum. Evrópsk tölfræði gefur til kynna að um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma í allri álfunni glími við geðraskanir. Talið er að einn af hverjum fimm þjáist af þunglyndi og kvíða á ári hverju. Engin ástæða er til annars en að ætla að íslenskur veruleiki sé svipaður því sem gerist hjá nágrannaþjóðum. Raunar eiga Íslendingar Evrópumet í notkun þunglyndislyfja. Vandinn er hins vegar sá að þótt geðlyfin séu fín fyrir sinn hatt, þá virka þau ekki ein og sér. Rannsóknir sýna nefnilega að samtalsmeðferðir skila mestum árangri þegar kemur að því að meðhöndla kvíða og þunglyndi, sem eru jafnframt algengustu geðraskanirnar. Það er því í besta falli tímaskekkja að sálfræðiþjónusta sé ekki niðurgreidd af ríkinu, en geðlæknar til að mynda fái á sama tíma greitt úr opinberum sjóðum. Þrátt fyrir rúmlega þrettánfaldan vöxt á notkun geðlyfja frá árinu 1975 hér á landi hefur þeim ekki fækkað sem fremja sjálfsvíg og öryrkjum vegna til að mynda þunglyndis og kvíða hefur fjölgað. Raunar eru tæp 40 prósent af örorku á Íslandi til komin vegna geðrænna veikinda og það fjölgar hratt í þeim hópi. Fundið hefur verið að því að ekki sé búið að áætla kostnað við frumvarp Þorgerðar Katrínar. Eldri tölur, frá aldamótum, sýna að beinn og óbeinn kostnaður eingöngu vegna þunglyndis á Íslandi var varfærnislega áætlaður um sex milljarðar króna. Framreiknað mætti sennilega tvöfalda þá tölu. Það hefur sýnt sig að fyrirbyggjandi aðferðir, svo sem sálfræðiþjónusta, skila árangri og auka líkur á að einstaklingar nái heilsu og virkni í samfélaginu. Svigrúmið hlýtur því að vera að minnsta kosti eitthvað – svo ekki sé minnst á að erfitt er að setja verðmiða á hamingju fólks. Engum flýgur í hug að einkatímar hjá sálfræðingum séu ávísun á það að allri óhamingju Íslendinga verði afstýrt. Hins vegar geta samtöl við fagmenn gert kraftaverk. Það sanna dæmin. Þorgerður Katrín hittir einfaldlega naglann á höfuðið í þetta sinn. Frumvarpið er þjóðþrifamál.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar