Kínversku mýsnar og verðbólgan Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun