Ættum við að veiða hvali? Henry Alexander Henrysson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur farið fram undanfarið um hvalveiðar Íslendinga og hvað framtíðin ber í skauti sér varðandi þær. Eitt tilefnið var skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands og það fremur jákvæða viðhorf til hvalveiða sem þar kemur fram. Slíkt viðhorf var fyrirsjáanlegt. Maður hefði líka giskað á jákvætt svar hefði stofnunin verið spurð um miðja nítjándu öld hvort þrælahald væri hagkvæmt. Í báðum tilvikum er spurningin ekki sú rétta. Umræða um hvalveiðar hefur lítið sem ekkert um hagkvæmni þeirra að gera í samtímanum, spurningin sem umræðan leitar alltaf að lokum í er hvort skotveiðar á þessum sjávarspendýrum séu siðferðilega réttlætanlegar. Í nýlegu helgarblaði Fréttablaðsins var ég beðinn um að spá í siðferðileg álitamál framtíðarinnar. Ég hefði þar getað sagt með nokkurri vissu að þær hvalveiðar sem hafa verið í umræðunni munu ekki eiga sér stað þegar við horfum áratugi fram í tímann. Viðhorf fólks til skotveiða á spendýrum og sú rökræða sem á sér stað um þessi viðhorf virðist ætla að leiða til þeirrar niðurstöðu að við stundum ekki slíkar veiðar á villtum dýrum. Þetta ætti ekki að koma á óvart. Siðferðileg viðmið taka breytingum og það er meðal annars hlutverk siðfræði að greina þessar breytingar. Í tilfelli skotveiða á villtum spendýrum er bæði ljóst í hvaða átt þessi viðhorf eru að þróast og að þau gera það í ljósi þess að þau eru að vinna rökræðuna sem á sér stað um þessi efni. Enn um stund er hins vegar ómögulegt að sjá fyrir hvaða viðhorf verða ofan á varðandi veiðar á villtum fuglum og fiskum. Meginreglan virðist mér sem sagt vera sú að skotveiðar á villtum spendýrum séu siðferðilega ámælisverðar. Þær vekja sem sagt óþægilegar siðferðilegar kenndir hjá almenningi. En frá þessari meginreglu eru mikilvægar undantekningar sem enn þykja gildar ástæður fyrir því að leyfa skotveiðar ef þær eru framkvæmdar á eins mannúðlegan máta og mögulegt er. Og mér sýnist sem þessi rök munu halda. Augljósust slíkra ástæðna er ef lífsviðurværi manns byggir raunverulega á slíkum veiðum. Rík hefð getur einnig dugað til að réttlæta skotveiðar sem og vernd fólks ef lífi eða heilsu fólks stafar hætta af villtu dýri. Nauðsynleg grisjun stofna er hins vegar líklega sú ástæða sem oftast er gefin fyrir því að leyfa skotveiðar. Oft stafar nauðsynin af því að menn hafa stigið inn í vistkerfi. Þá skortir oft rándýr til að halda stofnum í skefjum eða afmörkun landsvæða gerir það að verkum að dýr hafa ekki tækifæri til að leita fæðu nægilega víða. Hin siðferðilega niðurstaða er því sú að dýrin séu almennt betur sett ef veiðileyfi eru gefin á tiltekinn fjölda dýra og sagt er fyrir um hvenær má stunda veiðarnar. Ekkert af þessum rökum hefur nokkurt gildi í rökræðum um hvalveiðar Íslendinga í samtímanum. Hvalir ógna ekki híbýlum fólks, þeir verða seint skilgreindir sem meindýr, þeir voru ekki fluttir til Íslands líkt og hreindýr voru, vistkerfið er enn nægilega öflugt til að tryggja afkomu þeirra og það rými sem þeir hafa til að lifa er ekki takmarkað á nokkurn hátt. Á Íslandi halda heldur engin hefðarrök fyrir hvalveiðum. Mögulega mun sú stund renna upp að afmarkaðir stofnar hvala kalli á takmarkaða grisjun á mannúðlegan, en um leið kostnaðarsaman, hátt og einhverjar skotveiðar munu lengi enn vera réttlættar á öðrum sjávarspendýrum, eins og selum. Persónulega tel ég að tími sé kominn til að leyfa umræðunni um mögulegar hvalveiðar Íslendinga að færast nær siðferðilegri hlið spurningarinnar. Það þarf til dæmis ekki að vera að slíkar veiðar hefðu nokkur áhrif á ferðamannastraum, en þó svo að straumurinn héldist myndi það ekki svara spurningunni um réttmæti þeirra. Heimurinn hefur fyrir löngu farið að færa sig í þá átt að láta svið siðferðisins ná yfir fleiri dýrategundir en manninn. Við höfum sett strangar reglur um hvernig nýta má þau í tilraunum og reynt er að fylgja eftir reglum um meðferð þeirra í matvælaframleiðslu. Flest samfélög setja sér fjölda laga og reglna um velferð dýra. Breytt viðhorf almennings til hvalveiða er einfaldlega hluti þróunar síðustu áratuga. Hlutverk stjórnvalda er að bregðast við og láta stefnumótun sína taka tillit til þess.Höfundur er heimspekingur
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun