Þróun verðlags á Íslandi Erna Bjarnardóttir skrifar 8. febrúar 2019 11:00 ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Neytendur Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
ASÍ birti nýverið niðurstöður samanburðar á verði 18 vörutegunda í höfuðborgum Norðurlandanna fimm.Af 18 vörum voru 11 úr flokki kjöt og mjólkurvara eða 61%. Hlutur kjöts mjólkurvara og eggja í útgjöldum heimila er hins vegar um 40%. Samkvæmt vísitölu neysluverðs hefur verð á matvörum hækkað um 72,6% frá janúar 2008 eða sl. 11 ár. Á sama tíma hefur verð á kjöti hækkað um 40,5%, minnst á svínakjöti um 18,3%. Verð á mjólk ostum og eggjum hefur hins vegar hækkað um 85,5%. Verð á brauði og kornvörum sem eru að uppstöðu innflutt matvæli, hefur hækkað um 86%, olíum og feitmeti um 135,6%, grænmeti og kartöflum um 63,4%, sykur súkkulaði og sælgæti um 56,1% og drykkjarvörur um 61,5%. Rétt er að nefna að vörugjald á sykur var afnumið 1. janúar 2015 auk þess sem breytingar hafa orðið á tímabilinu á virðisaukaskatti. Í alþjóðlegum verðsamanburði hefur verðlag á Íslandi þróast mjög í takt við þróun gengis krónunnar. Þegar krónan hefur verið sterk eins og á árunum fyrir hrun hefur Ísland trónað á toppnum í verðsamanburði Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Þannig var hlutfallslegt verð á matvörum 164 fyrir Ísland árið 2006 (það er 64% hærra en meðaltalið), þegar meðaltal ESB landanna 28 var = 100. Þremur árum var hlutfallslegt verðlag á Íslandi 104 árið 2009 og lægst á Norðurlöndunum. Árið 2012 var Ísland lægst Norðurlandanna, hlutfallslegt verðlag 117. Síðan hefur hlutfallslegt verðlag á Íslandi farið hækkandi og var árið 2018 57% hærra en að meðaltali innan ESB. Verðlag á matvöru mældist þó hærra í Noregi eða 64% hærra en að meðaltali. Það hefði verið forvitnilegt að sjá niðurstöður könnunar ASÍ þegar gengi krónunnar var sem veikast, til dæmis árin 2009 eða 2012, í stað þess að láta 12 ár líða á milli kannana. Mun nær lagi er að skoða hlutfall útgjalda neytenda til kaupa á nauðsynjavörum til að leggja mat á kaupmátt launa og lífskjör. Meðaltal ESB landa var 12,2% árið 2017 (samkvæmt Eurostat) en samkvæmt Hagstofu Íslands nam þetta hlutfall hér á landi 13,07% árið 2017 og í janúar 2018 var það komið niður í 12,19%. Verðlag tekur eðlilega alltaf mið af launum í viðkomandi landi. Samanburður milli landa og gjaldmiðla er vandmeðfarinn en þegar upp er staðið er það kaupmátturinn sem raunverulega skiptir máli. Umræðan um áhrif tolla á verðlag hér á landi er fremur villandi þegar rýnt er í tölur um Evrópskan verðsamanburð fyrir árið 2017. Þannig var hlutfallslegt verð hæst á Íslandi af öllum löndum sem Eurostat tók með í sínum samanburði árið 2017, á húsgögnum og gólfefnum (+31%), heimilistækjum (+59%) og raftækjum (+48%). Sömu sögu er að segja af fatnaði (+71%) og skóm (+81%) sama ár. Engir tollar eru lagðir á þessar vörur við innflutning. Vissulega nýtur landbúnaður tollverndar til að jafna stöðu innlendrar framleiðslu gagnvart innflutningi en yrði hún afnumin er engin trygging fyrir því að hún skili sér til neytenda ef taka má hliðsjón af öðrum innfluttum vörum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar