43 leikmenn fengu meira borgað en Tom Brady Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. febrúar 2019 10:30 Tom Brady vann Super Bowl í sjötta sinn. vísir/getty Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður. NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, stóð uppi sem sigurvegari í Super Bowl aðfaranótt mánudagsins í sjötta sinn á ferlinum en enginn hefur unnið NFL-deildina oftar en hann. Brady er að flestum talinn sá besti sem spilað hefur leikinn en hann var kosinn besti leikmaður deildarinnar 2017 er hann fór með Patriots liðið í áttunda sinn í Super Bowl. Hann vann svo í níundu ferðinni um helgina. Þrátt fyrir þennan ævintýralega árangur er hann langt frá því að vera launahæsti leikmaðurinn í deildinni og ekki einu sinni nálægt því að vera launahæsti leikstjórnandinn. SB Nation greinir frá. Brady hefur alltaf passað upp á að vera ekki með of stóran launapakka svo að Patriots-liðið eigi pláss undir launaþakinu til að vera með góða leikmenn á skrá en Brady vill mun frekar vinna leiki og titla en að vera með einhvern ofursamning. Tom Brady fékk „aðeins“ fimmtán milljónir dollara fyrir síðustu leiktíð sem gerir hann að 44. launahæsta leikmanni deildarinnar. Þar af eru 21 leikstjórnandi sem fær meira borgað en sá besti sem kastað hefur boltanum.Sex, takk fyrir.vísir/gettyÞað er oft ekkert samhengi á milli þess að hafa unnið eitthvað og að fá vel borgað þegar kemur að leikstjórnandastöðunni. Ef þú ert bara ansi góður eða nógu efnilegur færðu vel borgað því svo erfitt er að manna þessa stöðu almennilega. Þeir fjórir launahæstu, Matt Ryan (Atlanta Falcons, 30 milljónir dollara), Kirk Cousins (Minnesota Vikings, 28 milljónir), Matthew Stafford (Detroit Lions, 27 milljónir) og Derek Carr (Oakland Raiders, 25 milljónir) komust ekki einu sinni í úrslitakeppnina í ár. Leikstjórnendur sem gætu ekki einu sinni látið sér dreyma um að vinna Super Bowl eins og Tyrod Taylor (Cleveland Browns, 15,2 milljónir) og Blake Bortles (Jaxonville Jaguars, 18 milljónir) eru einnig launahærri en Brady. Það verður þó að taka fram að Brady var með fimm milljóna dollara bónusapakka ofan á samningnum þannig ef hann hefur náð öllu út úr honum í ár fer hann upp í 17. sætið yfir launahæstu leikstjórnendurna. Til viðbótar við kollega sína fengu þrettán varnarmenn meira borgað en Brady, fimm útherjar tóku heim stærri launapakka og einn sóknarlínumaður.
NFL Tengdar fréttir McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00 Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30 Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59 Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08 Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Egill og Garima tennisfólk ársins FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Dagskráin í dag: Sportsíldin og Lokasóknin í beinni Littler létt eftir mikla pressu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Sjá meira
McVay tekur tap Rams á sig: „Gaf okkur ekki tækifæri á því að vinna“ Sean McVay hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína sem þjálfari Los Angeles Rams á nýliðnu tímabili í NFL deildinni, en hann var óvæginn á gagnrýnina á sjálfan sig eftir tap í leiknum um Ofurskálina í nótt. 4. febrúar 2019 10:00
Sjáðu fagnaðarlætin eftir Super Bowl í 360 gráðum | Myndband Skemmtileg innsýn í það sem gerðist eftir að Patriots vann í sjötta sinn. 6. febrúar 2019 22:30
Tom Brady tók við bikarnum með stelpuna sína í fanginu Vivian Lake, sex ára dóttir Tom Brady, stal senuninni í verðlaunaafhendingunni í nótt þegar New England Patriots tryggði sér sinn sjötta meistaratitil á sautján árum eftir sigur í Super Bowl í Atlanta. 4. febrúar 2019 03:59
Tom Brady búinn að vinna jafnmarga titla og Jordan eftir sigur Patriots í Super Bowl Tom Brady bætti sjötta titlinum við goðsagnarkenndan feril sinn í NFL-deildinni þegar hann og félagar hans í New England Patriots unnu Super Bowl í nótt. Brady hefur nú orðið jafnoft NFL-meistari og Michael Jordan vann NBA-titilinn á sínum tíma. 4. febrúar 2019 03:08
Geisp og Hrútarnir þögnuðu | Stórskemmtilegar fyrirsagnir eftir Super Bowl Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð. 4. febrúar 2019 17:45