Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 23:49 Er leitarsvæðið í Skaftafelli stórt að sögn björgunarsveitarmanna. Loftmyndir Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11