Leit að konu í Skaftafelli: Var á ferð með fjölskyldu sinni Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 23:49 Er leitarsvæðið í Skaftafelli stórt að sögn björgunarsveitarmanna. Loftmyndir Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna. Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Konan sem leitað er að í Skaftafelli er erlend og á sextugs aldri. Hún var á ferðalagi með fjölskyldunni sinni um landið áður en hún varð viðskila við hópinn um miðjan dag. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu, er enn verið að bæta í leitarhópa og verður leitað fram á nótt. Áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar tekur þátt í leitinni að konunni. Þyrlan tók á loft frá Reykjavík skömmu fyrir klukkan sjö í kvöld og var komin á vettvang um klukkustund síðar. Áhöfn þyrlunnar hefur því verið við leit í kvöld en þyrlunni var flogið til Hafnar til að sækja eldsneyti og sneri svo aftur á leitarsvæðið. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að 27 björgunarsveitarhópar, sem telji um 100 manns, taki þátt í aðgerðum. Var kallað eftir auka mannskap frá björgunarsveitum í Árnessýslu í vestri til Vopnafjarðar í austri. Flestir björgunarsveitarmanna fara um á fæti en auk annarra tækja er reynt að nota hitamyndavél. Þá verða einhverjir björgunarsveitarmenn með leitarhunda með sér og dróna. Á ellefta tímanum í kvöld var ákveðið að kalla út björgunarsveitarfólk af höfuðborgarsvæðinu en á þriðja hundrað manns tekur þátt í aðgerðinni. Fyrr í kvöld tókst að miða út síma konunnar sem gaf einhverjar vísbendingar um för hennar en svæðið sem þarf að leita á er afar stórt. Að sögn Davíðs var konan ágætlega búin fyrir gönguferð í þjóðgarðinum en spáð er versnandi veðri á svæðinu í nótt. Áætlar björgunarsveitarfólk að leita fram eftir nóttu en áherslur í leit gætu breyst ef veðrið versnar til muna.
Björgunarsveitir Skaftárhreppur Tengdar fréttir Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23 Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09 Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Leitað verður eins lengi að konunni og aðstæður leyfa Mannskapur streymir enn á svæðið. 7. febrúar 2019 22:23
Þyrlan, hundar og drónar leita að konunni Auka mannskapur kallaður út vegna leitarinnar í Skaftafelli. 7. febrúar 2019 21:09
Björgunarsveitir leita að konu í Skaftafelli Ekkert hefur spurst til konunnar síðan um miðjan daginn. 7. febrúar 2019 20:11