Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrra Birgir Olgeirsson skrifar 7. febrúar 2019 18:11 Boeing 737 Max 8 þota Icelandair. FBL/Sigtryggur Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“ Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Flugfélagið Icelandair tapaði 56 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem um 6,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag, eftir skatta í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flugfélaginu sem ber yfirskriftina „Erfitt rekstrarár að baki“. Eiginfjárhlutfall flugfélagsins í lok árs nam 32 prósentum en handbært fé nam 299,6 milljónum Bandaríkjadala, eða því sem nemur um 35 milljörðum íslenskra króna. Þetta mikla tap árið 2018 var mikill viðsnúningur frá árinu 2017 þar sem hagnaðurinn var 37,5 milljónir Bandaríkjadala, eða 4,5 milljarðar íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.Hörð samkeppni Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir í tilkynningunni að rekstrarniðurstaða ársins hafi verið mun lakari en lagt var upp með í byrjun árs og endurspeglar harða samkeppni í millilandaflugi, lág og oft ósjálfbær fargjöld og mikla hækkun eldsneytisverðs. „Jafnframt höfðu breytingar á sölu- og markaðsstarfsemi félagsins, sem og ójafnvægi í leiðakerfi neikvæð áhrif á afkomuna, eins og áður hefur verið kynnt,“ segir Bogi í tilkynningunni.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KBæta arðsemi og rekstur Bogi Nils segir markmið félagsins skýrt, að bæta arðsemi og rekstur félagsins til framtíðar. „Nú þegar hafa verið gerðar breytingar á skipulagi félagsins sem endurspegla áherslur á kjarnastarfsemina, flugrekstur. Unnið er að fjölmörgum aðgerðum bæði á tekju- og kostnaðarhlið sem eiga að skila sér í bættum rekstri strax á árinu 2019. Þar má meðal annars nefna breytingu á framboði sem stuðlar að betra jafnvægi milli Evrópu og N-Ameríku í leiðakerfi félagsins sem auðveldar stýringu þess og hámörkun tekna. Þá höfum við lagt aukna áherslu á hliðartekjur sem þegar hefur skilað árangri, sölu- og markaðsstarf félagsins verið eflt, auk þess sem innleiðing á nýju tekjustýringakerfi er á lokametrunum. Í vor, til viðbótar við núverandi tengibanka, hefst flug í nýjum tengibanka sem mun bæta nýtingu flota og flugáhafna, auka framboð og tekjur félagsins. Þar að auki er unnið að endurskoðun innanlandsflugs félagsins.“ Hann segir ljóst að áfram ríki óvissa í rekstrarumhverfi félagsins auk þess sem breytingar muni eiga sér stað á samkeppnisumhverfinu. „Það býr hins vegar mikill kraftur og þekking í félaginu og starfsfólki okkar. Fjárhagstaðan er sterk og ég er sannfærður um að við séum vel í stakk búin til að takast á við þær áskoranir og grípa þau tækifæri sem framundan eru.“
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent