Farþegabátur fór ítrekað út fyrir leyfilegt farsvið Atli Ísleifsson skrifar 7. febrúar 2019 17:51 Landhelgisgæslan þurfti að kalla út séraðgerðasveit vegna ítrekaðra brota skipstjórans. Landhelgisgæslan Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þurftu að hafa afskipti af farþegabáti um helgina, en hann hafði farið út fyrir leyfilegt farsvið sitt. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að skipstjórinn hafi verið áminntur og beðinn um að halda sig innan þeirra marka sem tilgreind eru reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Degi síðar var sami bátur kominn út fyrir farsviðið á ný. „Á mánudag endurtók skipstjóri þessa sama báts leikinn í þriðja sinn og fór út fyrir leyfilegt farsvið. Landhelgisgæslan kallaði út séraðgerðasveit sem tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Reykjavík og taldi farþega um borð. Skipstjórinn hafði tjáð Landhelgisgæslunni að 12 farþegar væru í bátnum en við talningu kom í ljós að þeir voru tæplega tvöfalt fleiri, eða 27 talsins, en máttu aðeins vera með 12. Skipstjórinn á yfir höfði sér kæru fyrir athæfið,“ segir í tilkynningunni.Sérstakt eftirlit Landhelgisgæslan ákvað í kjölfar atvikanna að senda eftirlitsmenn frá varðskipinu Þór til sérstaks eftirlits með farþegabátum í grennd við Reykjavík í dag. Við athugunina kom í ljós að einn farþegabátur hafi farið lítillega út fyrir leyfilegt farsvið og var skipstjórinn áminntur í kjölfarið. „Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar leggja menn metnað sinn í að vakta umferð báta og skipa í öryggisskyni. Því er afar mikilvægt að skipstjórnarmenn virði leyfilegt farsvið og standi rétt að skráningu farþega. Það skiptir viðbragðsaðila miklu máli að vita fjölda farþega um borð ef neyðarástand skapast,“ segir í tilkynningunni frá Gæslunni. Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þurftu að hafa afskipti af farþegabáti um helgina, en hann hafði farið út fyrir leyfilegt farsvið sitt. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að skipstjórinn hafi verið áminntur og beðinn um að halda sig innan þeirra marka sem tilgreind eru reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum. Degi síðar var sami bátur kominn út fyrir farsviðið á ný. „Á mánudag endurtók skipstjóri þessa sama báts leikinn í þriðja sinn og fór út fyrir leyfilegt farsvið. Landhelgisgæslan kallaði út séraðgerðasveit sem tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Reykjavík og taldi farþega um borð. Skipstjórinn hafði tjáð Landhelgisgæslunni að 12 farþegar væru í bátnum en við talningu kom í ljós að þeir voru tæplega tvöfalt fleiri, eða 27 talsins, en máttu aðeins vera með 12. Skipstjórinn á yfir höfði sér kæru fyrir athæfið,“ segir í tilkynningunni.Sérstakt eftirlit Landhelgisgæslan ákvað í kjölfar atvikanna að senda eftirlitsmenn frá varðskipinu Þór til sérstaks eftirlits með farþegabátum í grennd við Reykjavík í dag. Við athugunina kom í ljós að einn farþegabátur hafi farið lítillega út fyrir leyfilegt farsvið og var skipstjórinn áminntur í kjölfarið. „Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar leggja menn metnað sinn í að vakta umferð báta og skipa í öryggisskyni. Því er afar mikilvægt að skipstjórnarmenn virði leyfilegt farsvið og standi rétt að skráningu farþega. Það skiptir viðbragðsaðila miklu máli að vita fjölda farþega um borð ef neyðarástand skapast,“ segir í tilkynningunni frá Gæslunni.
Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira