Prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2019 23:00 Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs fagna saman einum af titlunum 34 sem þeir unnu saman. Getty/John Peters Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Fjórir leikmenn með magnaðan knattspyrnuferil eiga líka eitt mjög merkilegt sameiginlegt. Hinn velski Ryan Giggs, þeir spænsku Raúl og Andrés Iniesta sem og hinn þýski Philipp Lahm geta með réttu kallað sig prúðustu goðsagnir knattspyrnusögunnar. Tölfræðin yfir spjöld styður það heldur betur. Allir spiluðu þeir í mjög langan tíma í stærsta sviðinu án þess að fá einhvern tímann gult spjald. Ekkert brot, ekkert tuð og enginn leikaraskapur hjá þeim kallaði einhvern tímann á gult spjald. Þeir létu allir verkin tala inn á vellinum og unnu marga glæsilega sigra á sínum ferli. Fésbókarsíðan Give Me Sport benti á þessa skemmtilega staðreynd, kannski í tilefni af því að Real Madrid maðurinn Sergio Ramos fékk í gær sitt 210. gula spjald á ferlinum. Ryan Giggs er sá leikmaður sem hefur spilað flesta leiki fyrir Manchester United eða 963 en hann vann alls 34 titla með United þar af ensku deildina þrettán sinnum. Spænski framherjinn Raúl spilaði lengst af sínum ferli með Real Madrid en endaði feril sinn á því að spila með liðum Schalke 04, Al Sadd og New York Cosmos. Raúl vann sextán titla með Real Madrid þarf af Meistaradeildina þrisvar sinnum og spænsku deildina sex sinnum. Andrés Iniesta lék með Barcelona frá því að hann var átján ára (2002) þar til að hann var 34 ára (2018). Hann vann alls 33 titla með Barcelona þar af tvær þrennur (2009 og 2015) en alls vann hann Meistaradeildina fjórum sinnum og spænsku deildina níu sinnum. Þjóðverjinn Philipp Lahm spilaði nær allan ferill sinn með Bayern München og ólíkt hinum þremur þá spilaði hann í vörninni. Philipp Lahm kom inn í aðallið Bayern 2006 og hélt sæti sínu til ársins 2017. Hann vann 21 titil með Bayern þar af þýsku deildina átta sinnum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Hefur fengið 210 gul og 24 rauð spjöld á ferlinum Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, bætti enn einu gula spjaldinu við á ferilskrá sína í El Clásico í gærkvöldi þegar Real Madrid mætti Barcelona í spænska Konungsbikarnum á Nývangi. 7. febrúar 2019 19:00