Fregnir um hátt verðlag ævintýralega ýktar Konráð S. Guðjónsson skrifar 7. febrúar 2019 13:34 ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Konráð S. Guðjónsson Neytendur Tengdar fréttir Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07 Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
ASÍ birti í gær niðurstöður könnunar á matvöruverði í höfuðborgum Norðurlandanna þar sem farið var í nokkrar verslanir og verð skrásett. Samkvæmt könnuninni var matvöruverð í Reykjavík það hæsta meðal höfuðborga Norðulandanna og 67% hærra en í Helsinki. Niðurstöður könnunarinnar eru mjög á skjön við opinberar hagtölur eða staðlaðar verðlagsmælingar Hagstofu Evrópu (Eurostat) eins og þær birtast í samræmdri vísitölu neysluverðs. Það bendir sterklega til þess að könnun ASÍ gefi upp skakka og villandi mynd af samanburði matvöruverðs milli landa. Eurostat tekur saman gögn um hlutfallslegt verðlag milli landa og ná þau til ársins 2017. Með samræmdri vísitölu neysluverðs, sem hlutfallslega verðlagið byggir á, og breytingar á gengi gjaldmiðla er þó lítill vandi að áætla hvert verðlagið var í desember síðastliðnum. Slíkur samanburður leiðir í ljós að matarkarfan og neyslukarfan almennt er ekki dýrust hér á landi af Norðurlöndunum. Til að mynda er matarkarfan hér 11% ódýrari en í Noregi en aðeins 17% dýrari en í Finnlandi. Þó að kannanir á einstökum vörutegundum einstakra aðila geti verið gagnlegar þá koma þær aldrei í staðinn fyrir tölfræði sem safnað er á skipulagðan hátt með fræðilegum aðferðum. Með útgáfu á við þá sem ASÍ birtir er ryki slegið í augu almennings. Að horfa einvörðungu á verðlagið segir einungis hálfa söguna. Það sem skiptir máli þegar upp er staðið er kaupmáttur, hversu mikið af vörum og þjónustu fólk getur keypt fyrir tekjurnar. Í því samhengi má minna á að kaupmáttur launa á Íslandi árið 2017 var sá hæsti meðal Norðurlandanna samkvæmt OECD. Lægsta matvöruverð í Evrópu finnst í Rúmeníu og Makedóníu en efast má um að ASÍ eða aðrir vilji skipta á kaupmætti við þau lönd. Burtséð frá ýktum og villandi tölum ASÍ er það mat Viðskiptaráðs að auka má samkeppni á matvörumarkaði t.d. með afnámi tollaverndar og breytingum á stuðningskerfi landbúnaðar. Þannig má ná fram lægra matvöruverði – stefnum þangað.Mynd/Viðskiptaráð Íslands
Vörukarfan 67 prósent dýrari í Reykjavík en í Helsinki Samkvæmt niðurstöðum nýrrar verðkönnunar Verðlagseftirlits ASÍ á matvöru á Norðurlöndunum er vörukarfa í Reykjavík mun dýrari í Reykjavík en í höfuðborgum hinna Norðurlandanna. 6. febrúar 2019 14:07
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar