Nýtt Mars-far fær nafnið Rosalind Franklin Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2019 12:00 Teikning af Rosalind Franklin á yfirborð Mars. Vísir/ESA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019 Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) hefur opinberað nafn nýs Mars-fars sem skjóta á til rauðu plánetunnar á næsta ári. Þegar vélmennið Rosalind Franklin lendir á Mars í mars 2021 ef því ætlað að leita að ummerkjum lífs með því að bora allt að tvo metra undir yfirborð Mars. Nafnið Rosalind Franklin var valið úr rúmlega 36 þúsund tillögum. Rosalind Elsie Franklin var breskur efnafræðingur sem kom meðal annars að uppgötvun uppbyggingar erfðaefnis. Á vef ESA segir að vélmennið verði fyrsta Mars-farið sem búi bæði yfir getu til að ferðast um að bora í yfirborð plánetunnar. Rosalind Franklin mun bora allt að tvo metra undir yfirborðið, taka þaðan sýni, greina sýnin og leita vísbendinga um leifar lífs eða mögulega núverandi lífs.Vitað er að vatn fannst á yfirborði Mars á árum áður og hefur vatn fundist neðanjarðar. Þar að auki hefur könnunarfarið Curiosity fundið lífrænar sameindir og metan.Sjá einnig: Fundu stöðuvatn neðanjarðar á MarsRosalind mun senda niðurstöður sínar og aðrar upplýsingar til jarðarinnar í gegnum geimfarið Trace Gas Orbiter, sem er á sporbraut um Mars og notað er til að kanna andrúmsloft plánetunnar og þá sérstaklega með því markmiði að finna agnir af gasi sem gætu komið frá lífverum eða lífrænum efnum. Til stendur að lenda vélmenninu á stað sem nefnist Oxia Planum. Það svæði er nærri miðbaug Mars og er talið að þar hafi áður verið mikið vatn. Því þyki mögulegt að finna ummerki lífs þar. ESA hefur einnig hug á því að koma jarðsýnum frá Mars til jarðarinnar og er undirbúningur fyrir slíkt verkefni þegar hafinn í samstarfi við Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA).David Parker, yfirmaður hjá ESA, segir slíkt vera mikið og erfitt verk. Það fæli í sér fjölmörg verkefni þar sem hvert væri hinu erfiðara og flóknara. Our #ExoMars @ESA_MarsRover has a name: Rosalind Franklin! The prominent scientist behind the discovery of the structure of #DNA will leave her symbolic footprint on #Mars in 2021. https://t.co/BNbJTaUkB2 #ScienceAtESA #ScienceIsEverywhere #OnceExplorersAlwaysExplorers pic.twitter.com/tQP71sZun0— ESA (@esa) February 7, 2019
Geimurinn Mars Tækni Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira