Íhaldsmaður ákærður í tengslum við rússneskan njósnara Kjartan Kjartansson skrifar 7. febrúar 2019 07:56 Maria Butina hefur játað að hafa reynt að lauma sér inn í samtök bandarískra hægrimanna. Vísir/AP Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Bandarískur karlmaður sem átti í ástarsambandi við Mariu Butina, rússneska konu sem hefur játað að vera njósnari fyrir stjórnvöld í Kreml, hefur verið ákærður fyrir peningaþvætti og fjársvik. Maðurinn er sagður vel þekktur innan Repúblikanaflokksins. Saksóknarar í Suður-Dakóta lögðu fram ákæru í ellefu liðum gegn Paul Erickson á þriðjudag. Hann neitar sök, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Erickson, sem er 56 ára gamall, átti í ástarsambandi við Butina, sem er þrítug. Hún játaði sök um njósnir í desember. Hún viðurkenndi þá að vinna með háttsettum embættismönnum í Rússlandi að því að smeygja sér inn í Samtök byssueigenda (NRA) til þess að komast nær bandarískum íhaldsmönnum og Repúblikanaflokknum. Hún var fyrsti Rússinn sem var sakfelldur fyrir að reyna að hafa áhrif á bandarísk stjórnmál fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Ákæran gegn Erickson varðar meint svik hans í Suður-Dakóta frá 1996 til 2018. Þar á hann að hafa gefið „falska og svikula“ mynd af viðskiptagjörningum sínum til þess að sannfæra fjárfesta um að leggja honum til fé. Hann gæti átt allt að tuttugu ára fangelsi yfir höfði sér fyrir hvern ákærulið. Dómari sleppti Erickson gegn tryggingu en ekki hefur verið ákveðið hvenær verður réttað yfir honum. Erickson hefur lengi verið virkur í Repúblikanaflokknum og vann meðal annars fyrir forsetaframboð Pats Buchanan árið 1992. AP-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að hann verði einnig ákærður í tengslum við mál Butina.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00 Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00
Rússar vilja Butina lausa Sergei Lavron, utanríkisráðherra Rússlands, segir ásakanirnar gegn henni vera tilbúning. 21. júlí 2018 18:00
Rússneskur útsendari játaði njósnir í Bandaríkjunum Maria Butina er sögð hafa unnið með rússneskum embættismanni að því að fá bandaríska íhaldsmenn til að taka upp vinsamlegri stefnu í garð rússneskra stjórnvalda. 14. desember 2018 08:21