Enn skorar Harden yfir 30 stig og þrenna hjá slóvenska undrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 James Harden skorar og skorar. vísir/getty NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102 NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors áttu ekki í nokkrum vandræðum með að rúlla yfir San Antonio Spurs í nótt en meistararnir léku sér að gestunum á heimavelli, 141-102. Warriors-liðið skoraði 49 stig og gaf 16 stoðsendingar bara í þriðja leikhluta og skoraði þar fimm þriggja stiga körfur í sjö skotum. Á kafla í fyrri hálfleik skoraði liðið úr 24 skotum af 25 í röð, þar af fjórtán skotum í röð. Klay Thompson var stigahæstur meistaranna að þessu sinni með 26 stig en hann hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum og Kevin Durant skoraði 23 stig, gaf níu stoðsendingar og tók átta fráköst. Steph Curry skoraði 19 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur.James Harden heldur áfram að fara á kostum en leikstjórnandi Houston Rockets skoraði 36 stig í öruggum sigri liðsins gegn Sacramento Kins, 127-101. Eftir leikinn fékk Sacramento svo Harrison Barnes frá Dallas. Harden, sem var valinn besti leikmaður deildarinnar í fyrra, skoraði 36 stig og tók sex fráköst en hann er nú búinn að skora 30 stig eða meira í 28 leikjum í röð. Það stefnir allt í að hann verði kosinn MVP annað árið í röð. Houston vann sinn þriðja leik í röð og er í fimmta sæti vestursins þar sem mjótt er á mununum en fjórir sigrar skilja að OKC Thunder sem er í þriðja sætinu og LA Clippers sem er í áttunda sæti vestursins.Ungu mennirnir í deildinni voru svo áfram að heilla en slóvenska undrið Luka Doncic hlóð í sína þriðju þrennu á ferlinum fyrir Dallas er hann skoraði 19 stig, tók tíu fráköst og gaf ellefu stoðsendinar í sex stiga sigri á Charlotte, 99-93. Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, gerði enn betur í stigaskorun en hann setti 43 stig fyrir Milwaukee auk þess sem að hann tók sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar í 148-129 sigri á Washington Wizards. Bucks-liðið er á toppnum í austrinu með 40 sigra og aðeins þrettán töp en Toronto er þar aðeins einum leik á eftir. Dallas er í ellefta sæti vestursins með 25 sigra.Úrslit næturinnar: Brooklyn Nets - Denver Nuggets 135-130 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 120-125 Milwaukee Bucks - Washington Wizards 148-129 Dallas Mavericks - Charlotte Hornets 99-93 Utah Jazz - Phoenix Suns 116-88 Sacramento Kings - Houston Rockets 101-127 Golden State Warriors - San Antonio Spurs 141-102
NBA Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira