Abdúlla verið konungur Jórdaníu í tuttugu ár Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2019 08:00 Abdúlla konungur Jórdaníu og hin vinsæla Rania drottning sitja fyrir eftir krýningarathöfnina í júní árið 1999. Nordicphotos/AFP Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið. Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira
Tuttugu ár eru í dag liðin frá því Hussein Jórdaníukonungur lést úr krabbameini og Abdúlla krónprins settist á hásætið fræga. Á þessum tuttugu árum hefur Jórdanía gengið í gegnum góðæri og hrun, og ófriður geisað allt í kring. Þótt Abdúlla hafi tekið við sem konungur þann 7. febrúar 1999 var hann ekki krýndur fyrr en 9. júní. Um 800 erindrekar ýmissa ríkja sóttu veislu af því tilefni í Raghadan-höllinni. Og þótt Abdúlla hafi verið nýkrýndur konungur má segja að Rania drottning hafi vakið mesta athygli. Hún var á þeim tíma 29 ára, yngsta drottning heims. Sem konungur Jórdaníu er Abdúlla ekki einvaldur heldur fara þingið og ríkisstjórnin með þó nokkur völd. Konungurinn er þó þjóðhöfðingi, æðsti yfirmaður hersins og hefur töluverð áhrif á gang mála í jórdanska stjórnkerfinu. Þegar Abdúlla tók við völdum var hagkerfi Jórdaníu illa statt vegna Persaflóastríðsins. Efasemdir voru um að hinn nýi konungur væri í stakk búinn til að takast á við það erfiða verkefni að endurreisa hagkerfið, að því er kom fram í grein í Economist í febrúar 1991. Abdúlla kom á töluverðum breytingum á jórdanska hagkerfinu. Fækkaði reglugerðum og jók frelsi. Það leiddi til þess að fjárfestar litu í auknum mæli til Jórdaníu og var hagvöxtur allt að átta prósent á milli 2004 og 2008. En þessi vöxtur gekk til baka við hrunið 2008 og óstöðugleika sem fylgdi Arabíska vorinu. Í raun setti Persaflóastríðið mark sitt að miklu leyti á fyrstu ár Abdúlla í embætti. Hussein hafði neitað þátttöku og álitu Vesturlönd þá afstöðu eiginlegan stuðning við Saddam Hussein, einræðisherrann í Írak. Þessari afstöðu sneri Abdúlla við þegar ráðist var inn í Írak árið 2003. Abdúlla heimilaði Bandaríkjamönnum til að mynda að setja upp eldflaugakerfi í Jórdaníu en tók ekki þátt að öðru leyti. Jórdanía átti svo eftir að hýsa um 800.000 írakska flóttamenn. Líkt og annars staðar í arabaheiminum létu mótmælendur í sér heyra um Arabíska vorið. Eftir röð mótmæla vegna versnandi efnahagsstöðu og jafnvel áköll um að lýðveldi yrði stofnað ákvað Abdúlla að sparka ríkisstjórninni og skipa Marouf Bakhit nýjan forsætisráðherra árið 2011. Mótmæli héldu hins vegar áfram og Abdúlla skipti aftur um forsætisráðherra vegna þess hversu illa honum þótti ganga að koma á umbótum. Awn Khasawneh varð forsætisráðherra. Þó ekki lengi, Fayez Tarawneh tók við skömmu síðar í starfsstjórn í þriðju uppstokkuninni á einu og hálfu ári. Með kosningum í janúar 2013 tókst svo að lægja mótmælaöldurnar að mestu. Konungssinnar höfðu betur, enda sniðgengu andstæðingar kosningarnar. Lýðræðisumbótum var komið á, vægi atkvæða jafnað og dregið úr miðstýringu í jórdönsku stjórnkerfi. Þrátt fyrir áköll um stofnun lýðveldis, stríð í grannríkjum, mótmæli og efnahagshrun situr Abdúlla sem fastast. Hann er í þriðja sæti á listanum yfir þá leiðtoga arabaheimsins sem lengst hafa setið.
Birtist í Fréttablaðinu Jórdanía Tímamót Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Fleiri fréttir Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Sjá meira