Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Birgir Olgeirsson skrifar 6. febrúar 2019 17:53 Áttu atvik sem deilt er um sér stað í heimahúsi á Akranesi í nóvember síðastliðnum. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt. Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært konu fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið tengdason sinn með hnífi í heimahúsi á Akranesi aðfaranótt 10. nóvember síðastliðinn. Konan hefur neitað sök við yfirheyrslu hjá lögreglu og heldur því fram að tengdasonurinn hafi jafnvel sjálfur gengið á hnífinn á meðan hún var við þrif í eldhúsinu.Maðurinn sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu að konan hefði verið honum afar reið vegna þess að hringt var á lögreglu vegna ölvunar hennar á meðan hún gætti barnabarns síns, sem er dóttir mannsins. Hafi hann vaknað við það að konan stóð í herbergi hans og öskrað á hann. Þegar hann ætlaði að færa hana úr herberginu hafi hún stungið hann. Tekinn var fyrir krafa embættis héraðssaksóknara um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir konunni í Landsrétti í gær í ljósi þess að búið er að ákæra hana. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á kröfu saksóknara um að konan sæti gæsluvarðhaldi á meðan mál hennar er til meðferðar fyrir dómstólum, en þó eigi lengur en til fimmtudagsins 28. febrúar næstkomandi. Var sá úrskurður kærður til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn í gær. Dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur var sammála áliti saksóknara að konan væri undir sterkum grun um tilraun til manndráps sem getur varðað fangelsisvist ekki skemur en fimm ár eða ævilangt. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að konan neiti sök en hún sagðist hafa verið inni í eldhúsi umrætt kvöld að þrífa þegar hún hafi tekið eftir tengdasyni sínum fyrir aftan sig. Konan hélt því fram við yfirheyrslu að hún hefði snúið sér við með stóran hníf í hendinni. Hún hafi ekki munað eftir því hvernig hún hélt á hnífnum en talið það hafa verið í hæð við vaskinn. Hún hafi þá tekið eftir því að tengdasyninum blæddi og hún hafi jafnvel talið að hann hefði sjálfur labbað að sér og farið á hnífinn. Lögreglan segir að konunni og tengdasyninum beri ekki saman um atvik máls, en framburður tengdasonarins eigi sér að mörgu leyti stoð í gögnum málsins.Áður hafði Vísir greint frá fyrir gæsluvarðhaldsúrskurði yfir konunni en þar kom fram að konan væri grunuð um að hafa fjarlægt bæði síma og spjaldtölvu mannsins á meðan hann svaf ásamt því að hafa stungið á hjólbarða bíls hans. Lögreglan taldi sterkan grun um að konan hafi ætlað sér að hindra manninn í að komast af vettvangi og að hún hafi verið byrjuð að hreinsa vettvanginn eða koma sönnunargögnum undan en í bifreiðinni fyrir utan húsið fannst hnífur og blóðug föt.
Akranes Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34