Már varar eindregið við því að laun verði hækkuð til muna Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2019 11:18 Nánast má fullyrða að verkalýðsleiðtogar munu túlka orð Más sem sprengju í kjaraviðræðurnar. Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“ Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Már Guðmundsson Seðlabankastjóri segir að launahækkanir umfram svigrúm yrðu mikið áfall fyrir þjóðarbúskapinn og vera ávísun á hærri vexti og atvinnuleysi. Telja má víst að orð hans muni ýfa burstir á herskáum verkalýðsleiðtogum sem nú standa í stórræðum við samningaborðið. Í morgun var tilkynnt sú ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka ekki stýrivexti. En með fylgja varnaðarorð Seðlabankastjórans. Mikill þungi er í máli Más sem leggur út af spurningunni hverjar séu efnahagshorfur og hver er ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans? „Breytingar frá síðustu spá Seðlabanka Íslands ganga í gagnstæðar áttir. Það dregur núna hratt úr hagvexti vegna samdráttar í ferðaþjónustu. Mun fleiri fyrirtæki vilja nú fækka starfsfólki en vilja fjölga. Verðbólguhorfur, þær hafa versnað vegna þess að gengi krónunnar lækkaði á haustmánuðum,“ segir Már í pistli eða ávarpi sem Seðlabankinn framleiðir. Launahækkanir yrðu áfall „Það eru hins vegar góðar fréttir að langtíma verðbólguvæntingar hafa lækkað nokkuð frá því sem þær risu hæst fyrir jól og af þeim sökum hafa raunvextir Seðlabankans hækkað,“ segir Már og beinir þá máli sínu með óbeinum hætti til þeirra sem nú standa í samningaviðræðum á vinnumarkaði: „Gagnstæðir kraftar birtast í þeirri ákvörðun okkar að halda vöxtum Seðlabankans óbreyttum. Nú slaknar á spennu í þjóðarbúskapnum en það er ekki samdráttur framundan nema að við veðrum fyrir nýjum áföllum. Verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm yrðu slíkt áfall. Afleiðingin yrði hærri vextir og meira atvinnuleysi. Reynum að forða því.“
Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56 Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Sjá meira
Seðlabankinn heldur vöxtum óbreyttum Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum verða því áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 08:56
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Tilkynnt var í morgun að meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verði áfram 4,5%. 6. febrúar 2019 09:45