Grunnskólinn og framtíðin Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 6. febrúar 2019 10:46 Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Um leið og ég fylgist með því hvernig ýmsar greinar atvinnulífsins takast á við þá byltingu í þróun starfa skima ég eftir fréttum af því hvernig grunnskólinn er að undirbúa nemendur sína undir þann veruleika sem blasir við þegar grunnskólanum sleppir. Af grunnskólanum virðist hins vegar fátt að frétta, þar virðist fólk ekki enn fagna komandi byltingu með eftirvæntingu og nýjum námsleiðum. Kerfið fetar áfram sinn varfærnislega veg. Við sjáum þó einstaka frumkvöðla, ákafa einstaklinga, sem láta sig málið varða fullir ástríðu og trú á að það sé hægt að breyta nútímanum og teygja sig inn í framtíðina án ótta við hið óþekkta. Þeir gefa okkur von um og trú á að það sé hægt að gera betur og grunnskólinn þurfi ekki að vera sú stofnun sem alltaf hreyfist hægast og síðast allra í glímunni við nútímann og framtíðina. En hvers vegna höfum við eingöngu val um að starfa innan kerfis sem hreyfist svo hægt sem raun ber vitni og hræðist svo hið óþekkta? Hvers vegna gerum við kerfið ekki þannig úr garði að þar séu fleiri valkostir um leiðir í uppbyggingu menntunar á grunnskólastigi? Ýtum undir nýsköpunina og byggjum upp eftirsóknarverðan starfsvettvang þar sem augljóst er að ýtt er undir nýsköpun og framþróun menntunar. Eitthvað sem laðar ungt og skapandi fólk að til starfa. Hvers vegna gerum við frumkvöðlum ekki hærra undir höfði og vinnum að því að stækka hópinn og styrkjum þannig stoðirnar undir faglega þekkingu til þess að takast á við nútímann, að ekki sé talað um blessaða framtíðina? Um leið og við horfum til eldhuganna horfum við upp á grunnskólann, sem leggur ofuráherslu á að börn skuli draga rétt til stafs og ná réttu gripi á blýantinn, á meðan eldri kynslóðir eru svo til hættar að nýta blýantsfærnina, nema þá einna helst til að setja krafs á blað sem seinna er yfirfært á tölvutækt form. Vélritunarfærnin sem æfð hefur verið í grunnskólum um mannsaldra er hins vegar eitthvað sem nýtist okkur öllum sem lifum í nútímanum. Það væri svo ótrúlega spennandi og hvetjandi fyrir svo marga ef við brettum upp ermar, fáum fleiri á vagninn, sköpum raunverulegt val í námi og tökum markvissa stefnu inn í framtíðina með þeim sem þar verða í forsvari, börnum og ungmennum nútímans. Áfram veginn - til framtíðar.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans og bæjarfulltrúi í Garðabæ
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun