Bryndís segir nafnlausa frásögn af samsekt sinni „hugarburð og heilaspuna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2019 08:01 Bryndís Schram ásamt eiginmanni sínum, Jóni Baldvin. Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“ MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Bryndís Schram eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar tekur upp hanskann fyrir eiginmann sinn í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Hún segir nafnlausa frásögn konu, sem sakar Jón Baldvin um kynferðisbrot, „hugarburð og heilaspuna“ og hafnar því að sjálf hafi hún kóað með meintu ofbeldi eiginmanns síns. Í fyrradag birtust 23 nafnlausar frásagnir kvenna af kynferðislegri áreitni Jóns Baldvins á bloggsíðunni metoo-jonbaldvin.blog.is. Konurnar eru margar tengdar Jóni Baldvini og Bryndísi fjölskylduböndum en sjálfur hefur Jón Baldvin þvertekið fyrir sekt sína. „Andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni“ Bryndís áréttar sakleysi hans í grein sinni sem ber titilinn „Sjúkt þjóðfélag?“. Hún segist nú enn einu sinni „horfast í augu við ásýnd hatursins“, en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jón Baldvin er sakaður um viðlíka hegðun, og í þetta skiptið sé ekki um að ræða „sviðsetningu pólitískra mótherja“. „Að þessu sinni er andlit hatursins afskræmt af heift og hefnigirni út yfir gröf og dauða. Það er helsjúkt og hamslaust. Það birtist mér í andliti dóttur minnar, systur minnar og systurdætra minna.“ Myndi aldrei biðja manni griða sem hegðar sér á þennan háttÞá vísar Bryndís í viðtal við konu sem birtist á Mbl á mánudag. Konan á eina af nafnlausu sögunum sem birtar voru á bloggsíðunni og lýsir þar meintum kynferðisbrotum Jóns Baldvins gegn sér. Konan kemur ekki fram undir nafni í viðtalinu en gerir þó grein fyrir því að hún hafi verið sendiherradóttir í London árið 1991 þegar atvikið átti sér stað. Konan lýsir m.a. yfir hatri sínu á Jóni Baldvin og Bryndísi í viðtalinu og segir þá síðarnefndu jafnframt hafa kóað með áreitni eiginmanns síns. „En eftir því sem árin liðu uppgötvaði ég að hún [Bryndís] sá, hún vissi og það var hún sem hótaði mér. Þessi reynsla, hún gerði svo margt. Hún hafði skelfilegar afleiðingar fyrir mig og mína fjölskyldu,“ hefur Mbl eftir konunni. Bryndís hafnar ásökunum konunnar í grein sinni og segir frásögn hennar uppspuna. „Og hún segir að þar hafi ég komið við sögu. Að ég hafi verið viðstödd, og aumkast yfir skíthælinn, sem þar er lýst, væntanlega af meðfæddri aumingjagæsku; og beðið stúlkuna að fyrirgefa honum. Trúlegt – eða hitt þó heldur!“ skrifar Bryndís. „Á ég að þurfa að segja þér og öðrum lesendum þessa blaðs, að þessi saga er, sem betur fer, hugarburður og heilaspuni. Ég hef aldrei – og mun aldrei – biðja griða manni, sem hegðar sér eins og þarna er lýst. – Nú er „verst geymda leyndarmál“ söguberans – „hatur (hennar) á þeim hjónum“, eins og hún orðar það sjálf, ekki lengur leyndarmál.“
MeToo Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Tengdar fréttir Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25 Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17 Segir varnir Jóns fyrirsjáanlegar 6. febrúar 2019 06:45 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Segir ásakanirnar rógsherferð til að stöðva útgáfu bókar um jafnaðarstefnuna Þá hafi fjölmiðlar tekið þátt í þeirri rógsherferð. 4. febrúar 2019 07:25
Tókust á um birtingu frásagna af Jóni Baldvin: „Ég hef ekki áhuga á að meiða fólk með þessum hætti“ Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar tókust á í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 5. febrúar 2019 12:17
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels